Wednesday, March 05, 2008

Berlín.

Það er Berlín í næstu viku, vinnustaðurinn hennar Sigrúnar Hjartavernd er að bjóða staffinu sínu og það staff sem á maka bíður svo makanum sínum ef að makinn er skemmtilegur. Sigrúnu finnst ég greinilega þokkalega skemmtilegur þannig að ég fæ að fara með. Við erum aðeins búin að skipuleggja ferðina og á föstudagskvöldinu í næstu viku þá förum við út að borða á Unsicht-Bar eða blinda barnum. Það er víst geðveik lífsreynsla og gestir eru í svarta myrkri í 2 tíma á meðan að borðað er. Eins gefa þeir ekkert upp um hvað er á matseðlinum, hérna er lýsing á aðalréttinum og desertinum.


Main course : Hoofed fellow from Brazil grazes from the ground what has been gently sautéed and comes across delicious subterranean rarities.

Dessert: Boozed midgets stroll through a landscape of sweet and frothy hills and rivers, fruity and spicy.

Þetta er algjör snilld, klárlega fyndnasti matseðill sem að ég hef séð. Ég meina hver hefur ekki áhuga á því að borða fulla dverga?

Hótelið og Unsicht-Bar...




3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bletzaður Kris!

Langaði bara að óska þér og okkur til hamingju með okkar menn! 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og blússandi hamingja í gangi. Ég vona að við fáum smáborgaralið Man.Utd í næstu umferð. Þá er það bara frá! Annars segi ég bara góða skemmtun í Berlín og áfram Liverpool.

Kv.Friðjón

11:25 am  
Anonymous Anonymous said...

Ich bin so begeistert!! brosi allann hringinn mig hlakkar svo til :D Það verður sko dansað með þýskum teknóhommum, borðað BratwÜrst með Sauerkrautz með bundið fyrir augun svona...úff spennó.

Aufwiedersehen,
singabringa

12:37 pm  
Blogger Stjáni said...

Bletzaður Fritz!

Já takk sömuleiðis, það er rétt hjá þér ekkert nema blússandi hamngja í gangi!

Nú hefur komið í ljós að við fengum litlu strákanna hans Wengers og það er vel.

Singabringa, ég get staðfest að náðir að gera þetta allt saman og gott betur en það.

Smá ferðasga og fullt af myndum koma inn á næstu dögum!

1:18 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home