Friday, December 07, 2007

Andri Dagur 1.árs!

Þegar þetta er skrifað þá eru 364 dagar og 23 tímar síðan Andri Dagur fæddist. Hann kom í heiminn fimtudaginn 7.des klukkan 17:47 eftir mikil átök. Árið 2007 er búið að vera mitt besta ár síðan ég kom í þennan heim og þar spilar Andri Dagur langstærsta hlutverkið. Það er mannbætandi að eignast barn og breytir manni mikið. Það besta er að Andri verður bara skemmtilegri og skemmtilegri og sætari og sætari. En það sem er enn betra er að hann smitar út frá sér og Sigrún virðist hafa fengið þetta frá honum oghún verður bara sætari og skemmtilegri. Þó að það megi nú alltaf deila um það hvort að ég fylgi þeim í þessari ,,veiki" . Ég geri mér grein fyrir því að þessi færsla er með allt of miklum sykri, þeyttum rjóma og jarðaberi á toppnum. En það er allt í lagi að vera meir af og til. Svona hefur strákurinn þróast á sínu fyrsta ári...
















5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku Kristján minn. Innilega til hamingju með drenginn. Hann er alveg eins og Pabbi sinn og mamma;).

Andri Dagur til hamingju með afmælið í gær.

Kissi þig og knúsa á eftir Andri minn.

8:39 am  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Andri Dagur!
Knús og koss frá Ísabellu og Steini Loga :-*

9:47 am  
Anonymous Anonymous said...

Þið eruð bestust :) Við munum gleðina kvöldið sem Andri Dagur kom í heiminn!

9:30 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með drenginn. Gaman að sjá hann með besta vin sínum Gími Loga. Hann hlakkar jafnframt mikið að fá Andra upp í Þingahverfið og hefur lýst áhuga á að aðstoða við uppslátt og naglhreinsun....

7:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Já ég þakka fyrir góðar kveðjur! Kristinn Logi ég og Andri Dagur munum láta þig og Grím Loga efna þetta loforð. Gæti trúað því að Grímur gæti skipt sköpum við byggingu á okkar húsi. Ef að hann er vel stemmdur þá gengur allt vel. Ef ekki þá er von á öllu.

Svona svipað og Steven Gerrard og Liverpool, ef að þú skilur mig.

4:15 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home