Jónshús.
Það verður mjög næs helgi, svo ekki sé meira sagt. Við erum að fara í sumarbústað 365 miðla sem heitir auðvitað Jónshús. Leggjum í hann snemma á föstudeginum og komum ekki heim fyrr en seinnipartinn á mánudeginum. Á laugardeginum kemur svo hópur af eðal fólki, bæði fjölskylda og vinir. Þá verður slegið upp grillpartýi og spilað langt fram á nótt. Ekki má gleyma pottinum en ég veðja á að Árni Jón Baldursson verði fyrstur til að segja ,,mikið rosalega er stjörnubjart hérna". Þetta verður allaveganna algjör snilld, ef að þú ert á rúntinum á suðurlandi um helgina þá er bara um að gera í að kíkja í vöfflur og
heitt kakó!

4 Comments:
Andri er örugglega að fara á skytterí þannig að við komu örugglega ekki því miður. Væri sko alveg til í að kíja í pottin í skíta kulda....það er bara best í heimi;)
Knús
takk kærlega fyrir mig, hafði það rosalega fínt hjá ykkur. :D
Takk fyrir mig elskurnar!! þetta var æðislegt! og ekki létum við það á okkur hafa að vera me frosið hár í pottinum:):)
Okkar var ánægjan, þetta var bara ein besta sumarbústaðarferð sem að ég hef farið í í langan tíma.
Ég hendi kannski inn ferðasögu ef að tími gefst til!
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home