Wednesday, November 07, 2007

Jæja...

Við erum á lífi og miklu meira en það. Andri Dagur er 11.mánaða í dag og er farinn taka stór skref og labba á milli hluta. Hann spjallar af miklum móð við þá sem skemmtilegir eru, reyndar talar hann líka mikið við sjónvarpið og bækurnar. Ef að Singa er ekki á nornaþingum þá er hún á gítarnámskeiðum öll kvöld og stefnir á að taka ,, nú set ég tvistinn út " í innflutningspartýinu hjá Andra og Maggý um næstu helgi. Það styttist í svar við lóðaumsókninni og við bíðum spennt eftir símtali frá bæjarstjóranum í Kópavogi, eða Gunna B eins og ég kalla hann. Hann kallar mig að sama skapi félagsmálatröllið eða jafnréttishlunkinn nú eða bara Stjána úr Ópinu. Ég er ennþá rétt yfir 100.kg ( ég veit sagan endalausa um kílóin ) en er að æfa alla morgna með gömlu köllunum í Nautilus. Liverpool sló met í meistaradeildinni og vann stærsta sigur í sögunni eða 8-0. Ef ég væri ekki ég þá vildi ég að ég væri Jamie Carragher, það er bara svo gaman að vera í Liverpool. Þangað til næst, sem verður um leið og svarið við lóðaumsókninni kemur þá segi ég góðar stundir.


3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þið eruð best!! bomm og bomm og bomm bomm dans!!!haha!!!:):)

9:48 am  
Anonymous Anonymous said...

Bíð spennt eftir að heyra Singu trilla lýðinn hjá Andra og Maggý.

Sjáumst á laugardaginn.

Lilja

1:16 am  
Anonymous Anonymous said...

Já ég segi það sama, en það er ekki víst að hún komist í partýið. Skemmtistaðurinn Dubliners heyrði af gítarfimi hennar og gerði samning við hana um að trilla lýðinn frá klukkan 21:00-07:00 fimmtudaga föstudaga og laugardaga.

Hún fær 15.00.kr fyrir kvöldið,og 4 þrefalda vodka í kók. það er nú ekki mikið. En Bubbi fékk nú ekki mikið fyrir fyrstu giggin sín og einhverstaðar verður maður að byrja.

Ég mæli með því að við förum beint úr partýinu niður á Dubliners!

11:05 am  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home