Wednesday, August 15, 2007

Æðislegur sunnudagur!

Síðasti sunnudagur var eins og allir sunnudagar eiga að vera. Við fórum í æðislegan göngutúr í Kópavogsdalnum og lögðum okkur í sólbaði á meðan að Andri svaf í vagninum. Hittum svo Ósk og Árna Jón, og fórum með þeim á stælinn í kjúklingabringur og borgara. Svo keyrðum við upp á Úlfarsfell og nutum útsýnisins og týndum gómsæt ber, bæði blá og kræki. Svo sá ég Breiðablik gjörsamlega valta yfir Keflavík í bikarleik í Kópavogsvelli, leikurinn endaði 3-1. Um kvöldið var svo mexico veisla og videogláp. Nýja Philips sjónvarpið notaði allar 42" til hins ýtrasta þegar að við horfðum á Alpha Dog. Mæli með svona dögum, þeir eru æðislegir!







3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Svona dagar eru bestir!!!:):)

9:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

er þetta nú ekki að verða óþarflega væmið hjá þér Kristján

10:32 pm  
Anonymous Anonymous said...

Já ég veit, var eitthvað emotional eftir skemmtun kvöldið áður. Svo er maður líka orðinn svo svakalega mikill tilfinningabolti eftir að Andri dagur kom í heiminn. Fer að gráta reglulega yfir Extreeme makeover/home edition. Er svo farin að fara alla leið á Eskifjörð í brúðkaup til þess á fá afsökun fyrir því að gráta!

Ég lofa því að ég mun ekki koma með væmin blogg í nánustu framtíð fer frekar að einblína á mína eigin þyngd og hvernig mér miðar í því að verða léttari. Verð kominn í 85.kg fyrir Liverpool ferð í mars!

11:09 am  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home