Thursday, August 02, 2007

Þjóðhátíð 2007!!

Shitt hvað það verður fáránlega gaman um helgina. Ég og Singa erum að fara á fokking ÞJÓÐHÁTÍÐ!!! Singa er búinn að henda krakkanum í pössun fram á mánudag og það verður sko djammað alla fokking helgina. Við fundum gamla Tal tjaldið okkar niður í geymslu og ætlum svo bara að fara í rúmfó til að versla stóla svefnpoka og einnotagrill. Ekki að maður noti þau eitthvað nema kannski til að kveikja í draslinu á mánudaginn! Förum klárlega á Lundann og étum íslenska kjötsúpu í þynkunni. Fórum í ríkið áðan og versluðum helling af fokking Captain Morgan og svo náttúrulega tonn af Breezer, ég elska fokking Breezer eða Breser eins og ég kalla hann. Já það verður sko djammað fram að hádegi alla helgina og vonandi hittum við þig í dalnum...

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

VÚÚÚÚÚHÚÚÚÚÚÚÚ....ÍÍHHAAAA

5:56 pm  
Anonymous Anonymous said...

Djöfull öfunda ég ykkur maður!!!:):):):):)

8:25 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hey ég kem með ;) Hinrik Snær passar ykkar labba kút á meðan ;) híhí

9:16 pm  
Anonymous Anonymous said...

Já þetta er æðislegt, máttum ekki tjalda Tal tjaldinu í dalnum í nótt en gerðum það samt. Vöknuðum blindfull en samt smá þunn eftir að hafa sofið í 2 tíma.

Byrjuðum bara strax að djamma þó að það væri klikkað veður í dalnum. Singa söng hástöfum Lífið er yndislegt og ég söng þú veist hvað ég meina mær...Þá kom gaur sem að er kallaður eyja-diddi með kassagítar og soðinn Lunda, hann var í bleikum buxum og ber að ofan og það var búið að tússa á hann allan, ekkert smá hress gaur!

Við erum alveg með nóg af mat með okkur, settum kjötsúpu í kaffibrúsa og hún er reyndar orðinn köld með storknuðum fitukekkjum en eins einhver sagði þá er hún slímug en bragðgóð.

Ef að einhver er á leiðnni til eyja þá má sá hinn sami koma með glow stick. Við kláruðum okkar í gær!

Eyjakveðja

Eyja-Stjáni!

11:42 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ!

Við erum á leiðinni, búin að kaupa glow stick og pollagalla. Ég gat ekki reddað pössun fyrir strákinn, þannig við tökum hann bara með. Hann verður bara í magapokanum, með sjóhatt svo það sullist ekki bjór á hann.

Hlakka til að sjá ykkur!
Knúúúúúúúúúúúúúúúúúússsssss

2:31 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég keypti baby-breezer fyrir Gríma, aðeins minna alkahól en meiri brjóstamjólk í staðinn. Ég ætla sko þokkalega að detta í það mar og verða illa þunnur daginn eftir en drekka meira þá til að breyta þynnkunni í swingandi stuð....sælar alltaf léttur

8:49 pm  
Anonymous Anonymous said...

Æi..................

9:29 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home