Wednesday, June 20, 2007

Útilega eða útileiga...

Það verður fáránlega gaman um helgina, útilega framundan með fullt af frábæru fólki og ekki skemmir fyrir að hafa keypt tjaldvagn í gær!

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jibbí!!! mig hlakkar svo til :)

10:08 am  
Anonymous Anonymous said...

Til hamningju litla fjölskylda :)
Má ég þá ekki koma með ...hahaha
Kv. Andrea

12:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

þessi er nettur, í hvoru herberginu á ég að vera..
ég mæli með húsafelli, brakandi birki og bongó blíða milli jökla

3:46 pm  
Anonymous Anonymous said...

Síra þú og þín fjölskylda veljið ykkar þann svefnstað sem að ykkur líst best á, hebergin eru keimlík en eldhúskrókurinn er nær hægra herberginu.

Húsafell skal það vera, algjör snilld að koma sér fyrir í einhverju flottu birkikjarri svo getum við litið á Barnafossa og að sjálfsögðu tekið á Húsafellshellunni og farið í golf og og og....Það verður nóg að gera hjá okkur.

Andrea...þú mátt alveg koma með en ég get því miður ekki gefið upp nákvæma staðetningu, en ef að þú finnur okkur þá verðum við alveg rosalega glöð að sjá þig...

6:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að Þjórsárdalur sé að koma sterkari inn sbr. Vedur.is, það verður frekar brakandi bongó við Búrfellsvirkjun......

8:29 am  
Anonymous Anonymous said...

Þjórsárdalur skal það þá vera Síra síra Cannavaro Ljungbers.

Það verður víst bara rok og rigning í Húsafelli, og logn og sól í Þjórsárdalnum!

Þetta verður rosalegt, ég er búinn að ræða við bónda þar í sveit og hann ætlar að slátra fyrir okkur einni rollu og marinera hana í rauðvínsdressingu. Þetta er svaka skrokkur eins og Maxi Lopez og var víst kosin ungfrú Árnessýsla 2006.

Svo er annar bóndi tilbúinn að selja okkur heimabruggað rabbabaravín sem á víst vökva sálina á þann hátt að allir sem innbyrða verða varir við ofsakæti eftir um það bil 2 glös.

Spurning um að við reddum okkur síðan töluverðu magni af sprengifroskum og reynum að sprengja upp Búrfellsvirkjun?

12:13 pm  
Anonymous Anonymous said...

Jey ég er ein af skemmtilega fólkinu:) Mér líst vel á Þjórsárdal ég fór á hesti þarna um daginn og út um allt....það var geggjað....;)

12:15 am  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home