Sunday, June 03, 2007

Ferðalangar..

Þá erum við komin heim frá Evrópu, já við erum komin frá Evrópu þó að við höfum aldrei farið úr Evrópu. Í þessari 10 daga ferð þá náðum við að kíkja á fullt af stöðum. Við vorum í Luxemborg litum á nokkra staði í þýskalandi, mæli með Trier flottur bær með mikla sögu marga pöbba og risa H&M. Þvældumst um Frakkland, fórum að sjálfsögðu til Parísar og komum meðal annars við í Campagne héraðinu þar sem að þeir gera kampavínið. Vissir þú að kampavín er ekki kampavín nema að það sé gert í Campagne héraðinu.En við þvældumst um allt og Andri var ótrúlega góður, klárlega stilltasta barn sem til er. En það er nóg eftir að sjá og við förum aftur á næsta ári það er alveg pottþétt!



















7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þessar myndir eiga náttúrulega bara heima á listasýningu.

Velkomin heim og gaman að segja frá því að Andri Dagur hefur sennilega farið til fleiri landa en ég þá hann sé einungis hálfrar vetrar gamall

11:56 am  
Anonymous Anonymous said...

Gott að fá ykkur heim aftur. Flottar myndir;)

2:31 pm  
Anonymous Anonymous said...

Við þökkum hrósið og setjum nú öggglega fleiri myndir inn. Það voru teknar rúmlega 800 myndir í þessari ferð, þannig að það er nú eins gott að einhverjar af þeim séu góðar.

En þó að það sé gaman að ferðast og gott að vera hjá stóru systur þá er alltaf gott að koma heim, reyndar fyrir utan þetta skítaveður sem er í gangi núna, maður kemst varla á vespuna, og þó. Ef að viljinn er fyrir hendi þá kemst maður allt á vespunni.

Takk fyrir kommentin, alltaf gaman að fá svoleiðis. Teljarinn minn telur fullt af heimsóknum á dag en enginn nennir að kommenta, skil það svo sem alveg enda ekki altaf hægt að vera kommenta á allt sem skrifað er.

Set inn fleiri myndir úr ferðinni bráðum...

9:13 pm  
Anonymous Anonymous said...

Eitthvað hef ég verið að flýta mér, þetta átti að sjálfsögðu að vera örugglega en ekki öggglega...

3:56 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég ELSKA þessa mynd af ykkur tveimur þér og Andra báðir hissa!!!hahahahahahahaha!!!!! algjör snilld!

9:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Stjáni
Ákvað að kvitta fyrir mig í þetta skiptið þar sem ég kíki reglulega við.

Æðislegar myndir, þið lítið öll svo vel út og sonurinn er náttúrlega bara krúttulegastur:-)

Hafið það gott
Kv. úr Álaborginni

8:59 am  
Anonymous Anonymous said...

Takk kærlega fyrir það, gaman að sjá að margir eru að kíkja á síðuna.

En það er rétt hjá þér Ósk min, þessi mynd er líka í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Er með hana á desktopinu upp í vinnu, algjör snilld.

En takk öll kærlega fyrir kommentin!

9:50 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home