Wednesday, May 02, 2007

LIVERPOOL TIL AÞENU 23.MAÍ!

Það er svo ótrúlega gaman að vera stuðningsmaður Liverpool, kvöld eins 1.maí 2007 gera það verkum að maður gleymir öllum leiðinlegum stundum sem ég hef átt með mínum vinum við það að horfa á misgóða leiki með Liverpool. Fyrir þá sem ekki skilja þetta, ætla ég ekki að reyna útskýra. Tilfinningarnar og spennan er svo yfirgengileg í svona leikjum, nóg er að nefna það að ég og Síra Kristinn vorum komnir á hnéin fyrir framan sjónvarpið öskrandi úr okkur lungun!












2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll Stjáni og takk fyrir síðast!

Það er svo mögnuð tilfinning að vita að miðvikudagskvöldið 23.maí muni ég ásamt þúsundum öðrum aðdáendum Liverpool F.C. fylgjast með okkar mönnum taka á móti stórliði AC Milan.

Það vita ALLIR hvernig síðasta viðureign þessara liða fór.
Verður endurtekning á því???

Að vissu leyti hefði verið gaman að fá Man.Utd. í úrslitaleikinn. En maður ber óttablandna virðingu fyrir því liði.
Sá leikur hefði hugsanlega orðið einn sá stærsti í sögu knattspyrnunnar í Evrópu.

Núna eru 20 dagar í leikinn, og spennan strax orðin þónokkur!

Kv. Friðjón

9:37 am  
Anonymous Anonymous said...

Já Friðjón takk kærlega sömuleiðis

Ég spáði því að annaðhvort færu Man U og chelsea í úrslitin eða Ac milan og Liverpool.

ég hef þá trú að Liverpool vinni Ac aftur í úrslitum, þeir verða blindir af reiði og pirringi á meðan að Liverpool liðið spilar sallarólegan taktík bolta að hætti Benitez!

Nú er það komið á hreint að Liverpool mun leika í sínum rauðu búningum og Ac í sínum hvítu. Svona til að halda í hjáttrúna þá hefur Liverpool alltaf unnið úr úslitum CL þegar að þeir hafa spilað í rauðu. Þeir hafa reyndar bara tapað einu sinni í úrslitum Cl og þá voru þeir í varabúningunum.

Það er rétt nú er spennan að magnast og á bara eftir að vaxa fram að 23.maí

Bkv

Bingó!

3:50 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home