Sunday, March 25, 2007

Liverpool ferðasaga annar hluti.













Sólin skein á þessum æðislega Laugardagsmorgni við bakka Merseyside í Liverpool. Sólin virðist reyndar alltaf skína þegar að þessi góði hópur mætir til Liverpool til þess að horfa sigursælasta og besta lið enskrar knattspyrnu spila leiki á Anfield. Við vorum vaknaðir snemma og vekjaraklukkan var alveg óþörf þennan morguninn enda var hópurinn mjög spenntur fyrir deginum. Skelltum í okkur " full english" með nóg af salti og tókum cabbie upp á Anfield. Þar versluðu menn sér nýjustu útgáfuna af Liverpool búningnum eins og venjan er á leikdegi. Síðan var haldið inn á The Albert þar sem að vinir okkar frá kvöldinu áður tóku vel á móti okkur.











Hitinn og svitinn var mikill inn á The Albert, en það var stemmningin líka. Hafi menn haldið að stemmningin yrði eitthvað síðri vegna þess að leikurinn var settur á rétt eftir hádegi þá fengu þeir það staðfest þennan dag að svo er ekki. The Scousers eru bara mættir rétt fyrir 10 og komnir með öl í hönd í staðinn fyrir að mæta klukkan 12 og það voru nákvæmlega sömu menn inn á The Albert og fyrir leikinn sem við fórum á í síðustu ferð, held meira að segja að þeir hafi verið í sömu fötum. En við sungum söngva og drukkum öl og þessi stemmning sem að myndast er einstök, og þeir sem eiga það eftir einfaldlega verða að prófa þetta. Við fórum svo fljótlega að koma okkur inn á völl, en það tók sinn tíma og við vorum að verða annsi tæpir á tíma. En við ætluðum að fara inn um almenningshliðin en þá var okkur bent á að fara inn um glerhurð þar sem að stórir svartir menn tóku á móti okkur, öllum að óvörum þá fengum við konunglegar móttökur á Anfield og miðarnir okkar veittu okkur aðgang að LFC corporate hospitality.












Fer ekkert nánar út í það, við sátum í 7 sætaröð og vorum mjög sáttir við sætin okkar þó að menn vilji auðvitað alltaf sitja í The Kop. En leikurinn fór ekki sem skildi þó svo að Liverpool hafi gjörsamlega yfirspilað Man U. Manchester skoraði á síðustu mínutu leiksins og vann 0-1. Menn tóku þetta mis mikið inn á sig, sumir fóru upp á hostel og reyndu að sleikja sárin þar. En ég og Kiddi vorum búnir að ákveða að vera glaðir allan tíman í þessari ferð og það alveg ótrúlegt hvað afneytunin getur verið sterk. Við skemmtum okkur ótrúlega vel inn á veitingastað á Anfield og sátum þar með stórskemmtilegum Írum sem voru í sama gír og við. Síðan litum við aðeins inn á The Albert áður en að við brunuðum niður á Albert Dock´s þar sem að hostelið okkar var staðsett. Menn klæddu sig upp fyrir kvöldverð á Blue Bar sem er í eigu góðvinar hópsins Robbie Fowler. Kiddi skellti sér í stepp skóna og framundan var vægast sagt skemmtilegt kvöld. Púritaninn og Heiða komu alla leið frá Birmingham og hittu okkur á Blue Bar. Við snæddum þar góðar steikur og menn voru í misgóðu ásigkomulagi, allt eftir því hvort að þeir fóru upp á hostel eftir leik eða skemmtu sér með Aurelio, Reyna og Írunum.














Eftir forvitnilega klukkutíma á Blue þá var stefnan tekin á The Cavern club. En fljótlega þá fórum ég Friðjón og Árni Jón að leita að Profile/Shangri La sem er einn besti skemmtistaður í heiminum, það er bara svoleiðis. Menn voru ekki vissir um að ég gæti fundið staðinn aftur en það sannaðist þarna að ég er með innbyggt GPS. Restin af hópnum kom svo á Profile og þar hittum við Watson sem er mikill snillingur og mjög dramtískur í frásögnum, sennilegast besti sögumaður sem ég hef hitt og vildu sumir meina að þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína. Við tókum einnig nokkur lög í karaoke og Geir og Gunnsó pöntuðu sér dýrindis máltíð sem framreidd eins og ekkert væri jafnvel þó að klukkan væri að verða fimm um nótt. Þetta kvöld fer klárlega í sögubækurnar og sunudagsmorguninn líka, en þá fór fram sala á forlátum miðum á The Gunsó við mikinn fögnuð nærstaddra. En þetta blogg eitt af þeim lengri enda frá miklu að segja. 3 og síðasti hluti kemur í vikunni...

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnst þú nú fara full hratt yfir í þessari söguritun!
Hefði verið til í að fá nánari lýsingu á borðsiðum fararstjórans á The Blue Bar. Gaman hefði líka verið að fá söguna af eldspýtnatrixsi sama farastjóra, og hvernig hann endaði á gólfinu. En ég er víst ekki ritstjóri þessarar annars ágætu blog-síðu.

Stjáni, þetta með innbyggða GPS-staðsetningartækið! Ég veit ekki alveg...!
Fórum við ekki á The Cavern af því að þú/við fundum ekki The Profile/Shangrila (a.k.a Far East...hehe)???
Það var svo fyrir ankanalegt ástand fararstjórans sem þrír ungir drengir æddu út í nóttina og römbuðu óvart á fyrirheitna staðinn. Getur þessi útfærsla ekki passað betur???

Þetta heitir að rýna til gagns, en ekki að rífa niður!

Annars vill ég taka hattinn ofan fyrir Kristjáni annars vegar og fararstjóranum hins vegar!
Stóðu þeir sig eins og hetjur!
Eina sem má setja útá í þessari ferð er að við höfum þurft að fara norður til Preston til að sjá Liverpool leikmann skora!

Annars hlakka mig mikið til að lesa part þrjú um sögu drengjana í borg Bítlana!

Friðjón Fannar Hermannsson
a.k.a
Fritzsterinn
a.k.a
Scooter De La Fönk
a.k.a.
X-In The City

1:25 am  
Anonymous Anonymous said...

Friðjón minn það verða alltaf einhverjir sem ekki eru sáttir við það sem vel er gert. Vissulega fer ég hratt yfir enda ekki annað hægt, ef stíllinn væri öðruvísi þá yrði hvert blogg um þessa ferð okkar 14 blaðsíður.

Það er rétt að ég slefaði og flaug í gólfið á Blue Bar, og nei þú ert ekki ritstjóri á þessari síðu. Ef að það væri tilfellið þá væru lýsingarnar ekki við hæfi barna. Þú mátt ekki gleyma því að ég er mjög frægur einstaklingur og verð að passa hvað er sett hér inn. Lesturinn á þessarir síðu vex með hverjum deginum, og það má einfaldlega ekki allt flakka fyrir augum almennings. Þetta ættir þú að vita manna best eftir að hafa unnið í félgamiðstöð í áratug.

Varðandi Profile/Shangri La/Far east þá vissi leigubílstjórinn ekki betur, það er ekki við mig að sakast þar.Við römbuðum ekkert óvart á fyrirheitna staðinn. Ég gafst ekki upp og stakk upp á því inn á Cavern að fara að leita að Profile/Shangri La, fór reyndar einni götu of langt en fann hann á endanum þ.e. GPS er innbyggt í mig.

Friðjón ég vil þakka þér fyrir uppbyggilegt komment, og vona svo sannarlega að fleiri fylgi í kjölfarið.

Partur 3 af ferðasögunni kemur von bráðar og þar verður lengdin á blogginu ekki vandamál!

Kristján I. Gunnarsson
a.k.a
Bingó
a.k.a
Fararstjórinn
a.k.a
Watson

11:29 am  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst nú fullgóft að líkja sér saman við Watson sem kominn er í beinan karllegg af Charles Bronson.
Ég sakna frásögn af Fedde Le grant. Ég hefði jafnframt vilja fá ýtarlegri frásögn af "tickets to the Gunnsó" sem að öðrum ólöstuðum er talinn maður ferðarinnar.
Það hefði verið gaman að heyra af því hvernig spítalamaturinn BörrBörr fæddist og varð nánast andvana á The Alberts fyrir leikinn
Annars mjög flott Kristján.

Sirann
a.k.a
Flame
a.k.a
King K
a.k.a.
Doctor Loosen

4:41 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vissulega góður punktur Síra varðandi samlíkinguna með Watson, en mér finnst þú nú skjóta þig í fótinn með því að líkja þér við King K!

Ég var því miður ekki viðstaddur Fedde Le Grant mómentið hjá þér Typsí og Gilla, þannig að ég treysti mér ekki í nánari lýsingar á því. Einnig er ég ekki alveg klár á fæðingu Bör Bör, það var eitthvað sem þú barst algjörlega ábyrgð á.

En varðandi frekari lýsingar á einum af mómentum ferðarinnar þegar að sala á miðum á The Gunsó fór fram þá mun ég reyna að koma með nákvæmari lýsingu á þeim atburði!

Kristján I. Gunnarsson
a.k.a
Bingó
a.k.a
Fararstjórinn
a.k.a
Watson´s son

9:24 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hiiiiiiii:):):):) erum lent i malasyu!! vorum allveg buin eftir 20 tima flug....erum buin ad skoda twin towers herna sem er med theim haedstu bygginum i heimi og fara i straersta mall i heimi!!! thad var tivoli inn i thvi og a 10 haedum algjor STURLUN.....vid logdum tho ekki i huge russibanann thvi eg var buin ad vera veik i maganum um morguninn og bara aelandi....held ad eg thurfi bara ad venja mallann minn vid matnum:) eg sakna ykkar strax!! wish u were here!!p.s. a morgun ferdur sott um visa til ad komast inn i indonesiu i sumotru thar sem sunami bylgjan var....:*:* Elska thig, Andra og Singu mest!!!!!!

10:07 am  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home