Töff.
Ég vildi að ég væri töff, ég vildi að ég væri að vinna í fatabúð í kringlunni og gæti alltaf farið í hádeginu að borða og hanga á kringlutorgi. Ég vildi að ég ætti gula VW bjöllu með geðveikum græjum í sem ég gæti farið að rúnta á öll kvöld með vinum mínum.Ég vildi að ég ætti nýjasta gsm símann, nýjustu gallabuxurnar úr Lewis og casio Shock Wave þá væri ég sko töff, en ég á ekkert af þessu þannig að ég er ekki töff og alltaf þegar að ég reyni að vera töff þá verð ég bara asnalegur.

7 Comments:
commone Stjáni þú ert ekkert asnalegur....íkt töff....heheh
Takk Maggý mín, já ég reyni að vera töff mjög oft en það gengur bara ekki. Andri eða Kiddi þeir eru oft töff, en menn eins og ég og t.d. Úlfur við erum ekki töff við erum flottir ekki miskilja mig, en ekki töff!
Mer finnst thu vera toffadasti gaur i heimi!!! allaveganna i minum augum!! eg sakna thin og ykkar allra svooooo mikid!!!! eg er hauslaus nuna a bar i chang mai thar sem aramotin eru....var i vatnsslag i allann dag og buin ad drekka sidan kl 13!! guideinn okkar er hommi og algjort aedi!! erum strax ordin bestu vinur!!! ELSKA THIG MEIRA EN ALLT!!!!!gud geymi thig astarbollan min!!!
Heyrðu, ekki vera að dissa hann Úlf. Hann er sko mjög töff.
Lilja
Já Lilja mín það er alveg rétt, en Úlfur er samt ekki svona casio shock wave töff. Heldur meira svona töff skilurðu? Við þurfum að ræða frekar þetta töff mál frekar yfir rauðvínsglasi og steik. Ég mun hafa samband við Úlf innan tíðar, kannski reyni ég að vera töff og sendi honum sms!
hehehheh
Þú ert ágætur Stjáni minn. Mér lýst vel á rauðvínið og steikina.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home