Friday, May 11, 2007

SORGARDAGUR!

Ég man eftir því hvar ég var þegar að suðurlandskjálftinn reið yfir, ég man eftir því hvar ég var 11.september og ég mun alltaf muna hvar ég var þegar að ég heyrði af því að Robbie Fowler fengi ekki samning áfram hjá Liverpool. Þessi maður er kallaður guð af stuðningsmönnum Liverpool og ekki af ástæðulausu, á sunnudaginn mun hann leika kveðjuleik og ég mun bera sorgarband er ég horfi á síðasta leik Robbie Fowler fyrir Liverpool!











2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"....og ég fæ blóðnasir"
http://youtube.com/watch?v=IM4LaXPYu3A&mode=related&search=


Ég var staddur á miðri generalprufu söngkeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi 2006 þegar síminn byrjaði að hringja! Fyrst Stjáni, svo Gummi frændi, svo Hermann bróðir og loks Hjörvar bróðir. Fjögur símtöl á 10 mínútum, og tilefnið var: Fowler kominn heim!

Helgina áður höfðum við félagarnir einmitt hitt Fowler á ShangriLa, þar sem hann fagnaði sigri Man.City á Man.Utd. eftir að hafa skorað eitt af mörkunum.

Hann skoraði öll fimm mörk Liverpool á móti Fulham í Coca-Cola bikarnum 1993 í 5-0 sigri.

Í fyrstu 13 leikjum sínum fyrir Liverpool skoraði hann 12 mörk.

Í sínum fyrst U-21 landsleik skoraði hann mark eftir þrjár mínútur.

Hver man t.d. ekki eftir þrennunni sem hann skoraði á móti Arsenal sem tók hann bara 4.33 mínútur!!!
http://youtube.com/watch?v=uwE8nIgKFYg

Hann var kosinn besti ungi leikmaður úrvalsdeildarinnar ´95 og ´96. Deilir því meti með Ryan Giggs og Wayne Rooney.

1997 fékk hann: UEFA Fair Play award. Þau verðlaun voru tilkomin eftir að hann reyndi að sannfæra dómara um dæma EKKI víti eftir að David Seaman virtist brjóta á honum. Dómarinn stóð á sinni ákvörðun og dæmdi víti. Fowler tók sjálfur spyrnuna, sem var arfaslök og Seaman varði.....Jason McAteer hirti hins vegar frákastið og skoraði....he he!

Árið 2006 tóku 110.000 Liverpool aðdáendur þátt í skoðanakönnun um hverjir væru helstu hetjur Liverpool frá upphafi.
"Guð" var þar í fjórða sæti.
http://en.wikipedia.org/wiki/100_Players_Who_Shook_The_Kop

Hver man ekki ekki eftir nefplástrunum góðu?
http://www.soccer999.com/football/qiangzhi/qy/Robbie_Fowler.jpg

368 leikir / 183 mörk
Hann er fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á eftir Thierry Henry, Andy Cole og Alan Shearer.

Nánari upplýsingar:
http://www.liverpool.is/?cat=2&view=playerprofile&pid=9

http://youtube.com/watch?v=470AvFs09fQ&mode=related&search=

http://youtube.com/watch?v=lyIa2O7msqo&mode=related&search=

http://youtube.com/watch?v=czc5vKu5wqg&mode=related&search=

http://youtube.com/watch?v=AmY9Y8v6sho


Ég mun að sjálfsögðu kveðja Robert Bernard Fowler á morgun og vill nota tækifærið og þakka honum fyrir margar skemmtilegar "samverustundir"!

Lifið heil!
Kv.
Fritz Herman

2:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þvílík snilld þetta komment frá þér meistari Fritz! Bloggfærslan mín fellur gjörsamlega í skuggann, og þessi video yljuðu manni um hjartaræturnar.

Það er alveg spurning um að þú fáir að koma með gesta blog reglulega? Ég skal bera það undir ritstjórn og athuga hvernig verður tekið í það!

Friðjón ég þakka fyrir sennilega eitt besta komment sem ég hef séð á þessari síðu, þó að það sé nátúrulega alltaf erfitt að toppa kommentin frá Scooter.

Þess má geta að ég keypti mér einmitt scooter á föstudaginn, aðalega til að fjölga farskjótum á heimilinu en líka af því þetta fararæki heitir Scooter eins og uppáhalds söngvarinn/listamaður þinn og minn!

Bkv

Stjáni Scooter!

9:24 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home