Saturday, June 09, 2007

Úrkynjun.

Já úrkynjunin er víða, ég var í sakleysi mínu að spæla mér egg og þar blasti við mér úrkynjun af verstu sort. Inni í báðum eggjunum sem ég var að spæla voru 2 rauður ekki ein og eins og venjulega er, þetta var vissulega afbrigðilegt og setti mig úr jafnvægi í þónokkurn tíma. Ég hringdi reyndar í föður minn og spurði hann út í þetta fyrirbæri, hann sagði mér að þetta gerðist af og til og að svona væri kallað tvíblóma. Kannski svipað og þegar að kona fæðir tvíbura, er það þá úrkynjun? Ég var á fótboltaleik í gær, þar sá ég einnig úrkynjun í mörgum myndum, rasistasöngvar og fleira sem best er að nefna ekki settu mig aðeins úr balance. Ég man líka eftir úrkynjun þegar að ég var í grunnskóla. Þá var leikinn leikurinn A, B eða C. D var svo jafnvel stundum bætt inn í , þessi leikur var spilaður á leikskólum bæjarins oftast að kvöldi. Þetta var í rauninni eltingaleikur en strákar eltu stelpurnar og svo öfugt. Þegar að strákur náði stelpu þá spurði hún A, B eða C? A var koss á kinn, B var koss á munninn og C stóð fyrir sleik. Strákurinn valdi síðan einn af stöfunum og stelpan varð við ósk hans um kossategund. Þessi leikur er sennilegast ennþá spilaður af krökkum í dag, þegar að ég hugsa um alla leikskóla bæjarins fulla af krökkum í sleik þar sem að allir kyssa alla þá dettur mér umsvifalaust í hug orðið úrkynjun, hvað með þig?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Úrkynjun... er það ekki sama og úrelt??? og ef A, B og C sé ennþá leikinn af krökkunum í dag er hann þá úreltur???

4:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

A,B,C heitir í dag SPK og hann Stefán Ingi litli frændi var einmitt að koma heim eftir slíkan leik :) Ég kýs gegn því að tvíburar og kossaleikir séu úrkynjun.

9:12 pm  
Anonymous Anonymous said...

Arnar minn úrkynjun er ekki það sama og úrelt. Við getum til dæmis sagt að kasettur séu úreltar en úrkynjun kemur fram í afbrygðilegri hegðun og afmyndum.

Þannig að ef að þú værir að labba í hvítþvegnum gallabuxum og mussu með sony walkman vasadiskó þá gætum við talað um að þú værir úreltur, eða þannig. En ef að þú værir með 3 eyru og neðri góminn uppi og efri góminn niðri og segðir í sífellu mig langar í systur mína þá bærirðu merki um úrkynjun.

En Sara ég skal taka til baka allar þær pælingar um að tvíburar séu úrkynjun, sé strax eftir þessu.

En ég fæ mig því miður ekki til að bakka með það að A,B eða C sé vottur af úrkynjun jafnvel þó að það heiti SPK, hef þó ekkert á móti Stefáni Inga enda erum við nafnar og ég skil vel að hann spili með. Ég gerði það á sýnum tíma og lærði mikið, en ég vissi ekki betur þá og Stefán Ingi mun örugglega átta sig fyrr en síðar.

Bkv

Ritsjóri

9:44 am  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home