Thursday, June 07, 2007

Til hamingju með daginn Andri Dagur!

Í dag er sonur minn 6.mánaða eða hálfs árs, hann breytist með hverjum deginum og bætir stöðugt við fjölbreytnina í sínum karakter. Gríðarlega skemmtilegur einstaklingur með háþróaðan húmor og skemmtilega skapgerð. Ef að þú hefur ekki hitt hann lengi, eða hvað þá bara ekki hitt hann þá mæli ég með því að þú drífir í því. Hann á eftir að koma þér á óvart...



6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með Andra Dag, hann er algjört krútt :) Vildi bara kvitta fyrir innlitið, var að finna þessa síðu á einum bloggrúntinum..

María Marteins

1:35 pm  
Anonymous Anonymous said...

Litli sæti krúttlegi strákur .. Til hamingju með að vera orðin 6 mánaða, bara alveg að verða fullorðinn

Farðu nú að koma með pabba þínum í vinnuna í heimsókn.. okkur langar svooo að knúsa þig

Unnur og Andrea

4:15 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ohhh eg hef ekki hitt hann svo hraedilega lengi! Vid Andri Dagur munum turfa adlogunartima tegar eg hitti hann i sumar. Annars hafid tid tvo manudi til stefnu til kenna honum "Hae saeta Sissuin min". Tad mundi sko virkilega koma mer ovart :)

8:14 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn Andri minn. Gjörvilleiki þinn skín víða og munt þú verða mikilmenni.

Ef ég beini orðum mínum að föður þessa drengs, þá finnst mér algjör óþarfi að nota sömu myndirnar aftur og aftur þegar skrifaðir eru pistlar. Þú segir að þú eigir hundruði ef ekki þúsundir mynda. Ég segi: "af hverju ekki nota þær?"

Með kveðju frá Kef

8:16 am  
Anonymous Anonymous said...

Takk þið sem kvittið gaman að sjá fólk úr öllum áttum líta við og henda inn kvittun.

Síra hvað varðar þessar myndbirtingar þá var staðan sú að ég var upp í vinnu þegar að ég setti þessa færlsu inn.

Þar sem að allar myndirnar af Andra eru í lappanum eða á flakkaranum nú eða framkallaðar þá fann ég mig knúinn að nota myndir sem nú þegar eru inni á blogginu. þar sem að það voru einu myndirnar sem að ég komst í.

Vona að þetta útskýri málin, Síra Síra, Cannavaro, Ljunbers.

Kveðja.

Djákninn.

12:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hann verður orðin 6 ára áður en við vitum af!!! en ég er sammála því að hann verður skemmtilegri og skemmtilegri með hverri mínútunni!!!:):):*:*:*

5:10 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home