Friday, November 09, 2007

Flöskudagur!!!

Ég var búinn að segja að næst þegar að það kæmi blogg hér inn þá væri það þegar að svarið við lóðaumsókninni væri komið í hús. En það er víst ekki, lóðaúthlutun Kópavogsbæjar verður tekin fyrir á fundi bæjarráðs mánudaginn 12.nóvember. Þannig að við þurfum að bíða fram yfir helgi. Það breytir því ekki að helgin er að detta inn og þá flippar maður. Hún Andrea vinkona mín og vinnufélagi uppi á Bylgju fór til Jamaica í tvær vikur og kemur heim í dag. Við vinnufélagarnir vildum sýna henni hversu mikið við söknuðum hennar og því pökkuðum við öllu dótinu hennar inn í Álpappír. Þetta finnst mér fáránlega fyndið og mæli með því að allir prófi að gera þetta!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Haha mun hún þurfa að taka svo allan álpappírinn saman á meðan þið hin hlæjið að henni gefið hvor öðru hi-five?

12:26 pm  
Anonymous Anonymous said...

hahahaha!

12:46 am  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home