Wednesday, April 09, 2008

Kreppan búin!

Krónan hækkar og hækkar og menn tala markaðinn upp, það er því hægt að segja að kreppan sé búin. Það sem meira er, ég er búin að fá tölvuna til baka frá Digital Task. Þurfti að borga 22.000.kr fyrir vinnu og nýjan harðann disk. Sem betur fer vorum við búin að taka back up inn á flakkarann okkar. Þar á meðal voru myndir frá Berlín og reyndar video sem tekin voru upp á vafasömum german sheizekultur skemmtistað. Þau verða ekki sýnd en hér eru nokkrar myndir úr ferðinni en við skjalfestum flest sem við tókum okkur fyrir hendur. M.a morgunmat rúmið, heimsóknir á helstu staði í Berlín og svo að sjálfaögðu Berlin Zoo. Knútur litli var ekki lengur svo lítill, meira svona stór og skítugur. En að vera í návist við górilluna Ivo var hinsvegar mjög athyglivert.










3 Comments:

Blogger Pétur said...

Helvíti eru þetta góðar myndir hjá þér Stjáni!

9:23 am  
Blogger Úlfur said...

Er þetta ekki óþarfa jákvæðni???

http://visir.is/article/20080410/FRETTIR01/730780243

6:28 pm  
Blogger Stjáni said...

Þakka þér fyrir það Pétur, en ég sá nú um minnstu vinnuna á bak við þessar myndir. Ef að maður á Canon 350 þá lætur hún ólíklegustu menn líta út fyrir að vera atvinnuljósmyndara. Ég set kannski inn fleiri myndir frá Berlín, það voru nokkrar góðar í viðbót.

En Úlfur þetta er ekki óþarfa bjartsýni, nú er vor í lofti og seðlabankinn er líka með góðar spár í kortunum. T.d. er því spáð að stýrivextir verði komnir niður í 6-9% seinnipartinn á næsta ári. Þetta er allt á uppleið, enda kannski ekki annað hægt!

3:45 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home