Friday, April 18, 2008

Ég fæ bara ekki nóg af Liverpool!

Vá hvar á ég að byrja? Hlutirnir eru fljótir að breytast, þegar að ég vaknaði á fimmtudagsmorguninn þá bjóst ég ekki við því að fá tilboð um að fara til Liverpool til að verða vitni að leik á milli Liverpool og Chelsea í undaúrslitum CL. Ég fæ bara ekki nóg af Liverpool, en ég og Árni Jón erum að fara út á mánudagsmorguninn ásamt Geira breiða og Finna. Þetta verður í annað skiptið sem að ég verð vitni að leik á milli Liverpool og Chelsea í undaúrslitum meistaradeildarinnar, en þetta er í 3 skiptið á 4 árum sem að þessi lið mætast í undaúrslitunum. Liverpool hefur haft betur í báðum fyrri viðureignunum. Leikirnir verða ekki stærri á Anfield Road, skyndilega er að hellast yfir mig mikil spenna og það er svo sem skiljanlegt. Þeir sem ekki skilja það og hrista hausinn yfir þessu vita bara einfaldega ekki hvað þeir eru að tala um eða af hverju þeir hrista hausinn. Ég og Úlfur fórum síðast og það var geðveikt, lífsreynsla sem að ég mun ekki gleyma. Aldrei áður hef ég tárast á fótboltaleik en það gerðist 3.maí 2005 á Anfield. Ég geri ekki ráð fyrir alveg jafn mikilli geðveiki núna en þetta verður æðislegt Get bara ekki beðið! Ég er búinn að reyna að tengja youtube við bloggið mitt en það gengur ekki! Hérna er allaveganna video af því síðast þegar að ég fór á Liverpool - Chelsea og svo fylgja nokkrar myndir... http://www.youtube.com/watch?v=11MQnQ8QjJs



3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rock and roll...
Gott stuff, ég mun stara með öfundaraugum og hugsa til þín þegar horfi á leikinn.
Áfram Liverpool

6:39 pm  
Blogger Úlfur said...

Hverju orði sannara. Anfield, Liverpool-Chelsea. Þetta verður ekki svaklegra.

3:49 pm  
Blogger Stjáni said...

Já þetta verður æðislegt og mikið rosalega á ég eftir að sakna þess að hafa þig ekki með Úlfur. En þetta gerist aftur og aftur og þú kemur með næst!

5:05 pm  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home