Ljótupeysudagur.
Föstudaginn 31.okt þá var svokallaður Ljótupeysudagur í vinnunni hjá mér. Þetta uppátæki þótti takast vel. Sérstaklega á þessum föstudegi þar sem að 90% af íslensku þjóðinni kveið fyrir því að vita hvort að þau myndu vera með vinnu á mánudeginum næsta. Það var spenna í fólki út af ástandinu á vinnumarkaðnum og vegna þess að verðlaunin fyrir ljótustu peysuna voru góð. Það var því miður ekki hægt að keppa við bútasaumspeysuna hans Sigga. Það má segja að úrslitin hafi verið ljós strax um morguninn. En það breytti því ekki við skemmtum okkur konunglega allan daginn. Mæli með þessu...







2 Comments:
Kristján "BLÓM", alltaf verið blómlegur.
Guð minn góður hvar fékk mamma þessa peysu, hún er hrikalega ljót. Ég þakka guði kærlega fyrir það að mamma hafi ALDREI farið í hana og hvað þá sýnt mér hana hahahahaha :D
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home