Útilegufólkið.
Við höfum svo sannarlega náð að nýta þetta sumar, búin að fara upp í bústað og erum búin að fara í 2 æðislegar útilegur. Fyrst fórum við á Þórisstaði í Svínadal og svo fórum við í 365 útilegu í Húsafelli um síðustu helgi. Veðrið hefur verið geðveikt í bæði skiptin ekkert nema sól og blíða, en það toppar fátt Húsafell. Þar voru 22.gráður í forsælu og ég man eiginlega ekki eftir því að hafa verið í svona blíðu á Íslandi. Held að það hafi síðast gerst í Þórsmörk um árið þegar að við vinirnir vorum í skotapilsum en Viggi og Sösi voru reyndar á typpinu mikinn part af helginni.
Sumarið er að verða annsi vel planað. Á föstudaginn þá erum við að fara fljúga til Þýskalands og við verðum hjá Aldísi systir í Lúx. Förum líka til Frakklands, ætlum að skella okkur í Disneyland Paris. Kata og Hinrik koma með og svo hittum við Elvu systir úti. Já ég á 4 systur fyrir ykkur sem eruð búin að þekkja mig lengi en vissuð það ekki.
Eftir þessa ferð þá förum við í brúðkaup hjá Bjössa og Boggu, svo er komið að Verslunarmannahelginni. Eftir það þá förum við í bústað í Kjarnaskógi með Kidda, Söru og Grím Loga. Í lok september förum við svo í 2 vikur til Tenerife, ég er bara mjög ánægður með þessi plön. Það sést kannski best á blogginu að það er mikið að gera, enda lítið um blogg.
Hérna eru allaveganna myndir úr þessum 2 úilegum...










5 Comments:
Ég tel mig nú hafa þekkt þig og þína í töluverðan tíma, en þetta vissi ég ekki að þú ættir 4 systur hehe :) Annars er þetta geggjað plan hjá ykkur hjúum. Ég er bara búin að eyða öllu mínu fríi í þokunni á Ríben :( Og ætli sólinn fari ekki norður þegar ég kem suður aftur.. bíst við því :)
Annars bara eigðu gott frí Kúddi minn og við sjáumst þegar ég mæti í vinnu í ágúst :)
Sit í 40 gráðum, biluðum raka og öfunda ykkur með ykkar íslenska sumar. Andri Dagur tekur sig líka einstaklega vel út í neðstu myndinni.
Gefið Bjössa og Boggu extra faðmlag og hamingjuóskir frá mér...
kveðja
Hermann
Sit í 40 gráðum, biluðum raka og öfunda ykkur með ykkar íslenska sumar. Andri Dagur tekur sig líka einstaklega vel út í neðstu myndinni.
Gefið Bjössa og Boggu extra faðmlag og hamingjuóskir frá mér...
kveðja
Hermann
Andri Dagur er þokkalega flottur!
Hlakka til að sjá Luxemburgarblogg..
Takk fyrir það, hann tekur sig vel út í búningnum drengurinn.
Við öfundum þig líka af því að vera úti í NY. Brúðkaupið var æðislegt hjá Bjössa og Boggu.
blogg um evróputúrinn kemur fljótlega!
Kv.
Ópið.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home