Wednesday, June 18, 2008

Þvílíkur dýrðardagur.

Okkar ástkæri Magni Supernova söng á sínum tíma ,, ég get allt ég afmæli í dag ég nenni ekki neinu´´ . Mér líður eins eða næstum því, mér finnst ég allavegann geta allt. Ég var vakinn í morgun með æðislegri afmælisgjöf frá Sigrúnu Ingu og Andra Degi. Þau gáfu mér falleg orð á korti og Ray Ban Polar sólgleraugu, það er eitthvað sem að mig hefur alltaf langað í en einhverra hluta vegna ekki látið það eftir mér. Það er alveg einstakt með gjafirnar frá Sigrúnu, þær hitta alltaf beint í mark. Hún gefur mér sólgleraugu og á afmælisdaginn minn þá er ekki eitt einsta ský á himni og besti dagur sumarsins hingað til staðreynd.
Reyndar var besti dagur sumarsins á laugardaginn síðasta þegar að Andri og Maggý eignuðust æðislegan strák sem að ég get ekki beðið eftir að fá að sjá aftur. Svo ótrúlega glæsilegur.
Þau eru komin með síðu fyrir litla Lefever. http://www.barnanet.is/litlilefever
Svo var líka frábær dagur á mánudaginn 16.júní, þá fór ég á völlinn með Tómasi Beck, Bjögga Júl og pöndublikunum að sjálfsögðu. Í þetta skipti mættu hrokagikkirnir og vælutúðurnar í fh á Breiðabliksvöllinn, þetta fh-lið fékk það sem að það átti skilið eða almennilega rasskellingu frá Blikunum og skipti ekki máli hvort að það var inni á vellinum eða uppi í stúku. Botnleðjumenn og vinir þeirra í fh-mafíunni voru jarðaðir og fóru aftur í Fjörðinn með skottið á milli lappanna. Á umferðarljósum eftir leik hittum við svo Olgeir leikmann Breiðabliks í stationbíl, hann skrúfaði niður og ræddi við okkur í smá tíma. Hann sagði að nú ætlað Blikaliðið að sýna stöðugleika í næstu leikjum, ég hef trú á þeim en ég veit ekki hvort að þeir hafa trú á sér sjálfir?
Um kvöldið þá hittum við Bobby/Jeppann/Björn Óla á samt konu sinni og öðru góðu fólki heima hjá Þorgerir Hólm. Þar var líka Jóney, hún sagði læknasögur að austan. Þar voru líka massaðir æfingafélagar hans Þorgeirs og flugmannavinir hans Tomma. Flugmennirnir og massarnir náðu vel saman, en Lygi sela komst ekki hann fór að hitta gamla bekkjarfélaga úr Háskólanum. Bobby tók lagið seinna um kvöldið í karaoke og það var bara eitt lag sem kom til greina, Winds of Change með Scorpion.
Núna er ég að klára vinnudaginn og ætla að ná í son minn á leikskólann. Ég ætla að taka auka hring í sólinni um Vesturbæinn í Kópavogi á vespunni á leiðinni heim þar sem ég hitti yndislegu kærustuna mína. Við ætlum svo að ná í Hinrik Snæ og Mömmu og Pabba og fara með fulla vasa af frímiðum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn þar sem að við förum í öll tækin aftur og aftur. Eftir það verður svo veisla með öllu tilheyrandi, það er annars mismunadi hvað fólki finnst vera tilheyrandi. Kiddi finnst til dæmis í lagi að hita grænar baunir áður en þær eru borðaðar. Það finnst mér ekki, en öðru máli gegnir um gulu baunirnar. Þær má hita með smá smjöri og salti.
En um síðustu helgi þá komumst við ekki í útilegu þar sem að Andri Dagur var veikur, við fórum því í staðinn í bústaðinn hjá pabba hennar Singu. Það var mega nice, en um næstu helgi þá ætlum
við í afmælisútilegu. Nú þegar eru nokkrir búnir að melda sig, komdu með!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Úff Stjáni minn. Það vantar bara að þú skiptir litnum á síðunnu úr svörtum og yfir í bleikann. En til hamingju með fallegan afmælisdag og við elskum þig til tunglsins og til baka - einnna mest einmitt fyrir alla væmnina.

Þú gleymdir að minnast á viðkomu í bústaðnum hjá okkur, en þaðan eigum við æðislegar myndir af Andra Degi sem eru komnar uppá ísskáp.

9:20 pm  
Blogger Stjáni said...

Væmnina segirðu, já ég er kannski algjör tilfinningabolti? En svo ættu þeir sem að þekkja mig að sjá húmorinn í þessu.

Ég sá hann Grím Loga einmitt í morgun uppi í leikskóla. Hann var að skófla í sig Chereeos og var bara sáttur með lífið en var ennþá sáttari þegar að hann sá mig og Andra Dag. Mér fannst einhvern þægilegra að skilja Andra Dag eftir á leikskólanum vitandi af Grím Loga þarna. Þeir voru svo sáttir að hafa hvorn annan. Brostu út að eyrum og bentu á bumbuna á hvorum öðrum.

Annnars söknuðum við ykkar í útilegunni um helgina, sem heppnaðist fullkomnlega. Frábært veður og allt eitthvað svo afslappað. Set inn myndir fljótlega.

10:59 am  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home