Monday, March 12, 2007

Liverpool ferðasaga fyrsti hluti.















Hópurinn mætti klukkan 14:00 í Arnarsmárann þar sem að fyrsti bjórinn í rúma sex mánuði rann ljúflega niður. Brunuðum í Leifsstöð í stórum bíl frá Hreyfli, ég sat fram í með Tomma typsí og við áttum fyrsta móment ferðarinnar. Við flugbarinn var svo útdeilt forlátum bækling sem var búið að leggja mikla vinnu í, menn voru mjög sáttir við þetta framtak. Bæklingurinn innihélt meðal annars dagskrá , upplýsingar um alla meðlimi hópsins, scouser orðabók o.m.fl. Í vélinni til Manhester var einstaklega mikið af jöxlum. Þar voru m.a. Bjarni Sig markmaður,Bjarni Jóhanness. fyrrv þjálfara Breiðabliks. Dóri rauði hornamaður ásamt Kidda Loga besta markmanni Tommamótsins ´90, svo ekki sé talað um Stjána úr Ópinu. En leið og við lenntum í Manhester þá komum við okkur þaðan í glæsilegum Crysler drossíum í boði Steve, þar sem að complementary beer var á boðstólnum. Um leið og við komum til Liverpool þá skiluðum við af okkur töskunum á Penny Lane og Steve keyrði okkur upp á Anfield, eða nánar tiltekið The Albert þar sem að hátíðleg athöfn fór fram. Þar var afhentur Breiðabliksbúningur og trefill ásamt mynd sem tekin var í síðustu ferð, og fór það vel í Big Joe, Dave, Jane og alla hinna sem virtust vera sátt við þessa innrás Íslendingana. Það var reyndar svolítið skrítið að mæta í eitt fátækasta hverfið á Englandi á þessum drossíum og kannski smá mótsögn í því um leið. En að sama skapi þá verður maður að mæta með stæl á þennann ótrúlega sögufræga stað, það er svo skrýtið að maður fær alltaf sama hnútinn í magann þegar að maður kemur upp á Anfield eða það á allaveganna við um mig. Föstudagskvöldið var hreint út sagt magnað og stemmningin í hópnum frábær. Eftir að hafa hengt upp trefilinn og sungið nokkur lög á The Albert þá var stefnan tekin á The Cavern club og þar var haldið uppteknum hætti. Lögðum ekki í það að reyna finna Profile enda var vel liðið á kvöldið þegar að við komum niður í miðborg Liverpool. Við entumst líka ekki svo lengi enda var langar laugardagur framundan......