Friday, March 28, 2008

Kreppa!

Já kreppan er lennt, svo ekki sé meira sagt. Stýrivextir hækka og Frosti Ólafsson hagfræðingur Viðskiptaráðs reynir að róa landann en ekkert dugar. Húsnæðisverð lækkar og bankar loka fyrir útlán. En þetta eru smámunir, það sem er verst í þessu er að fartölvan mín krassaði í vikunni og því hef ég ekki geta sett inn myndir og stuttar sögur frá Berlín. Eins hef ég ekki getað bloggað um páskanna í Hálsaþingi og fyrstu fótboltaæfinguna hjá Andra Degi og Grím Loga. Menn í Smáranum ljómuðu allir þegar að þeir sáu nýjann arftaka Eldsins/Flame ganga hnarrreistann inn hjarta Breiðabliks. Ég fæ vonandi yfirdrátt eftir helgi svo að ég geti borgað fyrir viðgerðina á fartölvunni. Eitt er víst að ég býst ekki við launaseðli svo mikið hefur gengið fallið. Geri ráð fyrir að þetta verði eins og þegar að ég vann í 10-11 með skóla. Þá fékk ég ekki launaseðla heldur gíróseðla um hver mánaðarmót. Ég skrifaði og skrifaði júmbó og sómasamlokur á mig og vinahópinn og ég man að kjötlokurnar vou vinsælastar enda voru þær dýrastar. Þessi vinakaup virðast hafa virkað því ég fæ ennþá að hanga með flestum af þeim sem fengu samlokur. Vona að ég fái tölvunna sem fyrst svo þú fáir nú að sjá þessar ótrúlegu myndir sem festar hafa verið á minniskort. Þangað til þá vona ég svo sannarlega að þú hafir það sem allra best.