Friday, June 15, 2007

Fyrsta tönnin.

Andri Dagur er kominn með fyrstu tönnina sína, hann var búinn að vera pirraður í allan morgun og við héldum að hann væri að verða veikur. En við nánari eftirgrenslan þá kom í ljós að lítil tönn var að líta dagsins ljós. Gleðin á heimilinu er í algleymingi og í kvöld verður slegið upp veislu, Hannes Hólmsteinn mun halda fyrirlestur um barnauppeldi og segja sögur af því þegar að hann fór með frænku sína í Fjölskyldu og húsdýragarðinn. Örlygur Axelson mun halda bolta á lofti og reyna að setja Kópavogsmet, en metið stendur í 1029 skiptum. Geiri á Goldfinger mætir með 2 stúlkur klæddar eins og princess Lea í atriðinu þegar að Jabba the hut hélt henni í prísund í The empirer strikes back. Talandi um Jabba the hut þá munu Björn Ingi og Gunnar Birgisson verða heiðursgestir og hver veit nema að ég hendi í eina rækjubrauðtertu fyrir þá.