Wednesday, November 07, 2007

Jæja...

Við erum á lífi og miklu meira en það. Andri Dagur er 11.mánaða í dag og er farinn taka stór skref og labba á milli hluta. Hann spjallar af miklum móð við þá sem skemmtilegir eru, reyndar talar hann líka mikið við sjónvarpið og bækurnar. Ef að Singa er ekki á nornaþingum þá er hún á gítarnámskeiðum öll kvöld og stefnir á að taka ,, nú set ég tvistinn út " í innflutningspartýinu hjá Andra og Maggý um næstu helgi. Það styttist í svar við lóðaumsókninni og við bíðum spennt eftir símtali frá bæjarstjóranum í Kópavogi, eða Gunna B eins og ég kalla hann. Hann kallar mig að sama skapi félagsmálatröllið eða jafnréttishlunkinn nú eða bara Stjána úr Ópinu. Ég er ennþá rétt yfir 100.kg ( ég veit sagan endalausa um kílóin ) en er að æfa alla morgna með gömlu köllunum í Nautilus. Liverpool sló met í meistaradeildinni og vann stærsta sigur í sögunni eða 8-0. Ef ég væri ekki ég þá vildi ég að ég væri Jamie Carragher, það er bara svo gaman að vera í Liverpool. Þangað til næst, sem verður um leið og svarið við lóðaumsókninni kemur þá segi ég góðar stundir.