Wednesday, August 22, 2007

Alltaf léttör...

Sælar, kallinn alltaf léttur á því. Um síðustu helgi var ég soldán svingsins í brúðkaupi á Eskifirði. Þar dansaði ég tvist við miðaldra konur og fór mikinn á gólfinu. Í morgun þá fór ég hinsvegar mikinn á skíðavélinni the natural runner en var ekki svo léttur þegar ég steig á vigtina. Hún sýndi mér 104,4.kg, ég hafði ætlað mér að vera kominn í 100.kg um mánaðarmót, ég hef náttúrulega fram á mánudag en kem mér í mesta lagi niður í 102.kg. ég hef ákveðið að ráða bót á þessu. Er búinn að endurnýja kortið í Nautilus og ætla að gera eins íslensku fótboltaliðin á undirbúningstímabilinu. Mun fara núna í september í æfingabúðir á eyju þar sem að hlaupið verður í hitanum á hvítum ströndum, svo verða stífar æfingar á spa resort og Singa mun vera með einkatíma klukkan 05:45 í sjónum á morgnanna, en það er gríðarlega erfitt að æfa í vatni. Mun þessi ferð vera upphafið að því að komast í 85.kg, en ég verð kominn í þá tölu fyrir Liverpoolferð eftir áramótin. Staðfest og skjalfest!