Thursday, December 13, 2007

Besta kærasta í heimi!!

Það hefur verið staðfest frá Hagstofunni að ég á bestu kærustu í heimi. Ég vissi það reyndar alltaf en það var gott að fá þessa staðfestingu frá opinberum aðila. Þegar að þú lest þetta þá gætir þú hugsað, hvað gerði Stjáni af sér núna? En það er ekki tilfellið, ég ætti eiginlega að hugsa hvað gerði Sigrún eiginlega af sér? Í sumar þá gáfu hún og fjölskylda mín mér í afmælisgjöf Playstation 3, sem að ég nota bene var ekki búinn að biðja um. Það tæki er algjör snilld og hún notar það nú bara nokkuð mikið, ekki jafn mikið og ég reyndar. Það er ekki skrítið enda er þessi vél svo miklu meira en einhver leikjatölva.


















Þegar að líða tók á veturinn þá hófst umræðan um ferð til Liverpool. Þar sem að aðaláfangastaðurinn er að sjálfsögðu Anfield road. Það var alltaf planið að ég og Sigrún myndum fara saman á þennan ótrúlega stað. Nú er það að verða að veruleika, við erum búin að bóka VIP ferð á Anfield í febrúar. Þar gistum við á 5 stjörnu Radison SAS hóteli. Verðum keyrð um allt á glæsidrossíum og ég kynni að sjálfsögðu Sigrúnu fyrir nokkrum vinum mínum í Liverpool liðinu.













Þetta verður æðisleg ferð þar sem að við 2 borðum góðan mat, förum í spa, verslum og horfum á fótboltaleik. Ég kem með nánari útlistingar á þessari ferð þegar að nær dregur.














Nýjasta trompið hjá Singu er jólagjöfin, hún ætlar að gefa mér heimabjórdælu í jólagjöf ! Ég er orðlaus og allir strákar sem að ég spjalla við þetta um vilja annaðhvort kaupa Singu af mér eða skipta út sinni konu fyrir mína kærustu og bjóða jeppan með eða jafnvel íbúðina.

















Síðast en ekki síst þá er hún Singa bara svo ótrúlega æðisleg eitthvað, alltaf þegar að ég held að hún geti ekki toppað sig þá kemur mér á óvart með einhverju svo stórkostlegu að engin orð geta líst því. Andri Dagur er klárlega langbesta dæmið sem hægt er að benda á þar! Vá hvað ég get ekki beðið eftir því að spila Tiger Woods í playstation 3 við Sigrúnu um jólin og við með sitthvoran ískaldan jólatuborg beint úr bjódælunni. Ef að þú villt koma í heimsókn um jólin þá skil ég það vel, og þú ert velkomin!