Thursday, July 12, 2007

Í lífshættu!

Já ég fer ekki ofan því, ég lennti í lífshættu. Þannig var mál með vexti að ég, Árni Jón og systur mínar Katrín og Ósk skelltum okkur í Jökulsá-eystri í Skagafirði en sú á er talin vera sú hættulegasta á Íslandi. Það koma nokkrir kaflar í ánni þar sem að vatnsflaumurinn tekur á sig ógnvænlegar myndir. Þó ber þar helst að nefna hið alræmda Græna herbergi. Er við komum að því þá var stoppað og litið á aðstæður. Þó að mikið væri í ánni þá var ákveðið að reyna við þetta. Ferðin hafði gengið vel og ekki skemmdi fyrir ótrúlega falleg náttúran í gljúfrunum, hópurinn talaði um að þetta yrði sko pottétt endurtekið að ári, en ég reyndi nú að minna á að ferðin væri rétt að byrja. Þegar að við skelltum okkur í Græna herbergið þá öskraði tíbetinn Kabhir FASTER FASTER FASTER! En það dugði ekki til og eins og sést á myndinni þá snérist báturinn og byrjaði að sogast að fossinum.













Það næsta sem gerðist var að ógnarkraftur fljótsins togaði bátinn niður að framan og allt fór fjandans til. Hópurinn eins og hann lagði sig lennti soginu og geðshræringin var í algleymingi. Það er ótrúlega skrítin tilfinning að vera komin í aðstæður þar sem að þú ræður ekki neitt við neitt og vonar bara það besta. En eins og sést á þessari mynd þá var ekki mikið hægt að gera í þessu.













Við flutum í ánni og straumurinn bar okkur að öðru sogi sem að fólk fór nú misvel í gegn um. Ég og Ósk fórum einna verst út úr því held ég. Aldrei á ævi minni hef ég verið jafn viss um að ég væri að fara kveðja þetta líf, ég er ekki að ýkja. Ýmindaðu þér að það sé verið að reyna drekkja þér og þú ert togaður/toguð niður aftur og aftur og aftur. Þú kemur upp í hvert skipti til að reyna ná í loft en gleypir bara vatn. Það var allaveganna ótrúlega undarlegt að finna svona svakalega fyrir kraftinum í fljótinu og hafa ekki stjórn á neinu.













Til að setja þetta í samhengi þá fórum við það illa út úr þessu að leiðsögumennirnir sáu ekki Ósk þar sem að hún var inn á milli kletta og þeir öskruðu 2 sinnum í röð " We have lost one" . Við vinirnir höfum nú oft grínast með þessa setningu en þarna var ekkert verið að grínast. Eftir þessa geðveiki þá tók við létt geðshræring hlátur og grátur til skiptis hjá sumum í hópnum. Í næstu flúðum á eftir fór Kata systir aftur fyrir borð en henni var bjargað fljótlega. Restin af ferðinni var svo bara skemmtileg þar sem að hóparnir kepptust við henda hvorum öðrum í ánna og svo að sjálfsögðu var stokkið af klettinum. En við skiluðum okkur öll heil heim og eins einn leiðsögumaðurinn sagði " If you fall out in The Green room you will never forget this experience. If you will stay in the boat you will have fun" . Vissulega skemmtum við okkur æðislega og ég get eiginlega ekki annað en mælt með þessu. Kíkið á http://www.riverrafting.is/ ef að þið ætlið að skella ykkur.

Óþægilega mikill svipur!

Núna erum við búin að vera í fríi í 2 vikur og svo eigum við líka langar helgar í allt sumar. Fjölskyldan eru búin að flakka út um allt og ég set inn veglegt myndablogg von bráðar sem og blogg um lífreynslu sem ég vil helst ekki upplifa aftur. En með þessu bloggi læt ég fylgja með mynd af syni mínum og Arnari Þór vini mínum, svipurinn með þeim óþægilega mikill!