Friday, August 10, 2007

Andri Dagur og veðmál.

Það er nú ansi langt síðan ég setti inn einhverjar myndir af honum Andra Degi. Sem er synd því drengurinn verður bara fallegri og fallegri. Að öðru, núna er ég kominn af stað aftur. Þegar að ég segi kominn af stað þá meina ég að nú séu æfingar oft á dag og aðhald í mataræði. Enda lít ég út eins og hálfviti við hliðina á Andra Degi og Sigrúnu, þau eru jú óvenju falleg. Ég er búinn að leggja jeppan undir í veðmáli við Singu. Ég er í dag 106.kg en ætla mér að vera kominn í 100.kg um mánaðarmótin. Samkvæmt þessu þá verð ég að taka 2.kg á viku eða 285.gr á dag, þetta mun ég afreka með stífum æfingum(stundum 2 á dag) og miklu aðhaldi í mataræði. Ef að ég tapa hinsvegar veðmálinu þá verð ég að setja nagladekk á vespuna og fá mér kraftgalla! Ég mun svo setja eftir hverja vigtun nýjustu tölur og hver veit nema að nokkrar fitubollumyndir fylgi með. Tók eina slíka þegar ég var tæp 130.kg hver veit nema hún birtist. En nóg af mér og minni bumbu, lítið á þessar myndir af Andra. Þið getið smellt á þær til að stækka þær.