Sunday, August 12, 2007

Fótbolti Fótbolti Fótbolti

Kíkti á gleðigönguna í gær, eða öllu heldur skemmtiatriðin. Þau voru eins og síðustu ár frekar slöpp. Held að ég þurfi að ræða við Heimi Má framkvæmdastjóra hinsegin daga í mötuneytinu á mánudaginn og benda honum á að hafa hinsegin daga í boði Glitnis eða einhvers annars banka. Fá svo Elton Johnn til að skemmta eða jafnvel Sissor sisters. Það er fáránlegt að bjóða upp á rammfalskar dragdrottningar sem ekki fengju einu sinni að taka þátt í lókal söngkeppni á Kópaskeri til að skemmta 50-60.þús manns. En Liverpool spilaði sinn fyrsta leik í ensku deildinni í gær og hver annar en góðvinur minn Steven Gerrard eða Steve G eins og ég kalla hann skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins. Þvílíka snilldin sem að þetta mark var, ég fagnaði eins og óður maður með Hermanns bræðrum á Lokastígnum. En Tómas pilot Becks staðfesti í gær komu til Liverpool í byrjun mars til að verða vitni að leik Liverpool og Newcastle, og eins og leiktíðin byrjar þá megum við eiga von á hörkuleik. En í kvöld tekur Breiðablik á móti Keflavík í bikarnum. Blikarnir unnu þetta lið nú í vikunni 0-3 og því verður forvitnilegt að sjá leikinn í kvöld. Þetta er bikarleikur og Keflavík er jú bikarmeistari, en ég fer með Andra Dag í vagninum niður á Kópavogsvöll til að horfa á. Hann mun sofna þægilega enda er stemmningin á fótboltaleikjum sem fuglasöngur í hans eyrum.