Liverpool ferðasaga annar hluti.

Sólin skein á þessum æðislega Laugardagsmorgni við bakka Merseyside í Liverpool. Sólin virðist reyndar alltaf skína þegar að þessi góði hópur mætir til Liverpool til þess að horfa sigursælasta og besta lið enskrar knattspyrnu spila leiki á Anfield. Við vorum vaknaðir snemma og vekjaraklukkan var alveg óþörf þennan morguninn enda var hópurinn mjög spenntur fyrir deginum. Skelltum í okkur " full english" með nóg af salti og tókum cabbie upp á Anfield. Þar versluðu menn sér nýjustu útgáfuna af Liverpool búningnum eins og venjan er á leikdegi. Síðan var haldið inn á The Albert þar sem að vinir okkar frá kvöldinu áður tóku vel á móti okkur.

Fer ekkert nánar út í það, við sátum í 7 sætaröð og vorum mjög sáttir við sætin okkar þó að menn vilji auðvitað alltaf sitja í The Kop. En leikurinn fór ekki sem skildi þó svo að Liverpool hafi gjörsamlega yfirspilað Man U. Manchester skoraði á síðustu mínutu leiksins og vann 0-1. Menn tóku þetta mis mikið inn á sig, sumir fóru upp á hostel og reyndu að sleikja sárin þar. En ég og Kiddi vorum búnir að ákveða að vera glaðir allan tíman í þessari ferð og það alveg ótrúlegt hvað afneytunin getur verið sterk. Við skemmtum okkur ótrúlega vel inn á veitingastað á Anfield og sátum þar með stórskemmtilegum Írum sem voru í sama gír og við. Síðan litum við aðeins inn á The Albert áður en að við brunuðum niður á Albert Dock´s þar sem að hostelið okkar var staðsett. Menn klæddu sig upp fyrir kvöldverð á Blue Bar sem er í eigu góðvinar hópsins Robbie Fowler. Kiddi skellti sér í stepp skóna og framundan var vægast sagt skemmtilegt kvöld. Púritaninn og Heiða komu alla leið frá Birmingham og hittu okkur á Blue Bar. Við snæddum þar góðar steikur og menn voru í misgóðu ásigkomulagi, allt eftir því hvort að þeir fóru upp á hostel eftir leik eða skemmtu sér með Aurelio, Reyna og Írunum.
Eftir forvitnilega klukkutíma á Blue þá var stefnan tekin á The Cavern club. En fljótlega þá fórum ég Friðjón og Árni Jón að leita að Profile/Shangri La sem er einn besti skemmtistaður í heiminum, það er bara svoleiðis. Menn voru ekki vissir um að ég gæti fundið staðinn aftur en það sannaðist þarna að ég er með innbyggt GPS. Restin af hópnum kom svo á Profile og þar hittum við Watson sem er mikill snillingur og mjög dramtískur í frásögnum, sennilegast besti sögumaður sem ég hef hitt og vildu sumir meina að þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína. Við tókum einnig nokkur lög í karaoke og Geir og Gunnsó pöntuðu sér dýrindis máltíð sem framreidd eins og ekkert væri jafnvel þó að klukkan væri að verða fimm um nótt. Þetta kvöld fer klárlega í sögubækurnar og sunudagsmorguninn líka, en þá fór fram sala á forlátum miðum á The Gunsó við mikinn fögnuð nærstaddra. En þetta blogg eitt af þeim lengri enda frá miklu að segja. 3 og síðasti hluti kemur í vikunni...