Friday, April 06, 2007

Liverpool ferðasaga þriðji og síðasti hluti.












Sunnudagurinn tók misvel á móti mönnum, sumir voru bara nokkuð sprækir á meðan að læknirinn á staðnum hafði áhyggjur lífslíkum annara. En það skipti ekki öllu því að hópurinn kættist þegar við byrjuðum morguninn á því að rifja það upp þegar að við ætluðum að selja miða á The Gunnsó kvöldið áður eða eins og tjallinn skildi það " The Gun show ". Þannig var mál með vexti að Bör Bör var rændur rúmum 20.000.kr af breskum tannlausum hraðbanka og var mikið niðri fyrir enda var þessi ferð farinn kosta hann meira en bankabókin leyfði. Gunnsó í manngæsku sinni reyndi þá að gleðja Bör Bör með söngvum eins og " viggó voggó viggó viggó voggó " en allt kom fyrir ekki. Þá var brugðið á það ráð að það gæti verið sniðugt að planta Gunnsó inni í húsasund og ég, Flame og Bör Bör gætum síðan staðið út götu og selt miða á The Gunnsó/The Gun show. Sýningin yrði hinsvegar ekki með einni einustu byssu, heldur stæði Gunnsó einn í húsasundinu syngjandi lög sem hann myndi semja á staðnum af sinni alkunnu snilld. Við bókstaflega grenjuðum úr hlátri við þessa tilhugsun og heilsa flestra skánaði mikið við góða sturtu og þessa upprifjun á einum af momentum laugardagskvöldsins þó að spítalamaturinn Bör Bör hafi ennþá verið í bráðri lífshættu. Við áttum bókaða skoðunarferð um Anfield og skelltum okkur því í 3 sinn á 3 dögum upp á Anfield. Í leigubílnum á leiðinni þá þurfti læknirinn að blása lífi í Bör Bör þar sem að hann lognaðist út af í leigubílnum, það dugði þó ekki til. Það var ekki fyrr en Bör Bör var látinn hanga út um gluggann og Gunnsó fór að syngja fyrir hann sem að Bör Bör vaknaði aftur til lífsins. Skoðunarferðin var fróðleg og gædinn okkar var uppfullur af skemmtilegu bresku háði. Við komust að því að allir leikmenn spila í sömu stærð af treyjum, skiptir þá ekki máli hvort að þú ert Peter Crouch eða Luis Garcia. Þeir eiga víst að vera meira ógnandi ef að þeir eru í stórum treyjum, spurning hvort að það þurfi þá að sérhanna stóra treyju á Crouchí? En það var virkilega gaman að fá loksins að slá í This is Anfield skiltið og að kíkja á búningsklefanna, þó að maður hafi nú labbað þessa ganga áður.











Menn fóru svo í það að merkja búninganna sem að höfðu verði verslaðir á leikdegi. Kristinn Logi vann klárlega keppnina um flottasta nafnið aftan á búninginn, King Kenny vekur ómælda athygli hvar sem Sírann stígur niður fæti í þessum búning. Að lokinni skoðunarferð og enn meiri peningaeyðslu í Liverpool búðinni sem Bör Bör var reyndar ekki sáttur við þá skelltum við okkur á æðislegan sportbar til að horfa á West Ham - Tottenham. Þessi sportbar uppfyllti allar þarfir karlmanna sem vilja horfa á fótbolta. Þar var góður matur, klárlega einn besti þynnkumatur sem finnst í Liverpool, góður bjór og sjónvörp út um allt, meira að segja í básunum sem við sátum í voru sjónvörp. Þegar að ég opna sportbar á Íslandi þá mun ég fara út til Liverpool og fá tekninguna af staðnum og matseðillinn. Við vorum reyndar búnir að panta borð á Living Room sem þykir með flottari stöðum í Liverpool. En að sama skapi þá þykir hann einnig dýr, við ákváðum því að borða bara vel á sportbarnum og sleppa því að fara á Living Room, Bör Bör var mjög sáttur við þá ákvörðun. Við fórum síðan upp á Penny Lane og lögðum okkur fyrir komandi átök um kvöldið, Flame átti þá moment í kojunni fyrir ofan mig með PSP og Pro í hendi. Ég vaknaði síðan um 8 leytið við það að Árni Jón og Typsí ruddust inn í herbergið. Typsí sem by the way hafði verið snoðaður á laugardagskvöldinu af Bör Bör leit út eins og versta bulla, en samt mjög flottur ekki miskilja mig.


















Kiddi skellti sér í steppkónna og hópurinn rölti af stað, fyrsta stopp á pöbbarölti sunnudagskvöldsins var The Balcan fleat. Þar var í gangi vægast sagt undarleg stemmning. Samkynheigði dvergurinn á barnum og þögla spurningakeppnin með 200 kílóa spyrlinum gerði það að verkum að við kláruðum fljótt úr glösunum, Bör Bör var reyndar ekki með í glasi enda var þetta svolítið dýr bar. Við skelltum okkur svo að vanda á Shangri La/Profile og Watson vinur okkar tók vel á móti okkur með brosi á vör og nokkrum vel völdum sögum. Hluti af hópnum tók síðasta kvöldið í Liverpool með stæl. Sumir skelltu sér í vafasama ferð upp í eitt hættulegsta hverfi Englands á mjög vafasömum tíma og kvöddu Anfield í bili, enn aðrir fóru á enn vafasamari stað eða X in the city. Mánudagurinn fór í verslunarferðir um götur Liverpool, borgin kom mönnum nokkuð á óvart með úrvali verslanna. Held meira að segja að Hermann Sha hafi fundið second hand búð, en það sem kom nú einn mest á óvart var það að Bör Bör verslaði sér i-pod hátalarasett það setti hópinn úr balance á tímabili en Bör Bör og hópurinn jafnaði sig fljótlega. Kiddi Flame, Tommi Typsí og Árni Jón kvöddu okkur þennann dag, menn tóku það mis mikið inn á sig en ég verð að viðurkenna að ég saknaði þeirra nú um leið og þeir fóru. Þetta mánudagskvöld tóku þeir stefnuna Manchester flugvöll en ég Gunnsó, Bör Bör, Fritz og Sha tókum stefnuna á Preston í leigubíl sem ekki var hannaður fyrir hraðakstur.












Ég hef ekki oft verið bílhræddur en í þessari bílferð þá hugsaði ég með mér að núna væri ég orðinn faðir og þetta mætti bara ekki vera að gerast. Bör Bör benti mér á að öxullinn á bílnum væri að ganga upp í gegnum gólfið undir aftursætunum. Ég var reyndar ekki einn um þessa hræðslu og ferðin til Preston einkenndist af móðursjúkum bröndurum og vandræðalegum þögnum sem komu iðulega á eftir óþægilegum ábendingum varðandi ástand bílsins, ferðin tók tæpan klukkutíma en guð minn góður hvað sá klukkutími var lengi að líða. Þegar að til Preston var komið þá versluðum við miða á leik Preston North End vs Southampton svo lögðu menn peninga undir til þessa að gera leikinn enn meira spennandi. Ég lagði nokkur pund á það að Mellor myndi skora fyrsta markið og hann sveik mig ekki, Bör Bör lagði að sjálfsögðu þau pund sem að hann átti eftir undir á Southampton en honum varð ekki að ósk sinni um skjótann gróða.












Það voru reyndar óvenju margir jaxlar að spila þennan leik, má þar nefna Gareth Bale, Bradley Wright Philips en hann fæddist með downs eins og bróðir sinn en virðist hafa náð sér nokkurnveginn upp úr því. Einnig var landsliðsmaðurinn Nugent í liði Preston að ógleymdum Mellor, leikurinn endaði 3-1 fyrir Preston og skoruðu bæði Nugent og Mellor eins og áður sagði. Einnig var aðaljaxlinn Alex Ferguson á leiknum, mjög sennilega til að Fylgjast með Bale. Eftir stórskemmtilegan leik þar sem að fengum loksins að sjá Liverpoolmann skora þá kom vinur okkar Steve Clarke á Crysler drossíunni sinni með sinn complementary beer og keyrði okkur til Liverpool, sú ferð var margfallt betri en leiðin til Preston. Þriðjudagurinn rann upp með allri sinni spennu, það er fáránlega gaman að vera í Liverpool á þeim dögum sem að evrópuleikirnir eru. Leikirnir eru alltaf að kvöldi til og spennan er að magnast allan daginn. Við tókum því rólega og fórum allir klæddir í Liverpool búningum í morgunmatinn, hver var ástæðan fyrir því? Jú Penny Lane var orðið yfirfullt af Barcelona aðdáendum og við urðum að senda skilaboð, þeir voru í sínum Barca búningum og þetta var bara okkar skylda.












Við drápum tíman framan af degi í hinu stórskemmtilega leik herbergi á Penny Lane þar sem að trukkaleikurinn og tennisinn voru masteraðir. Svo skelltum við okkur til Watson og ræddum leikinn á átum dýrindis mat, eftir skemtilegar samræður þar sem að Watson spáði því að Riise myndi setja hann í leiknum þá rölltum við um miðbæ Liverpool sem iðaði af lífi og spennu. Hittum fyrir fullt af glöðum katalóníubúum sem voru vel merktir, en þó ekki eins vel merktir og við.


















Hermann Sha var vafinn inn í fána sem og Fritz bróðir hans sem gekk um götur Liverpool með ferðahátalara tengda í i-podinn sinn spilandi Liverpool lög enda einn mesti poolari sem ég þekki. Þessi skrautlegi hópur tók nú stefnuna á Anfield þar sem að svo margir vildu vera þetta kvöld en við vorum hluti af þessum útvalda hóp sem fékk að vera viðstaddur þessa gleði. Við áttum að sækja miðanna okkar í Press and directors pick up, en miðarnir voru ekki afhentir fyrr en um rúmum 2 tímum fyrir leik. Í framhaldi af því fórum við á The Park sem er nú reyndar ekki venjan. En það gæti orðið venjan að fara þangað allaveganna sungum við Rafa Benitez (La bamba) í 10.mín stanslaust og svo It´s magic you know, you´ll never get pass Sissoko. Eða eins og Hermann Sha segir he will never get pass his own goal. Eini gallin við þennan stað var sá að mér fannst vera of mikið að Íslendingum þarna inni, en Pete Sampara bætti það svo sem alveg upp.




















Við drifum okkur svo inn á Anfield klukkutíma fyrir leik eins og Gerrard hafði beðið um og vorum svona líka sáttir við sætin okkar, sátum alveg ofan í The Kop sem var eins hávær þetta kvöld og hún getur orðið. Leikurinn byrjaði og litlu munaði að spáin hans Watson´s rættist. Riise átti skot rétt framhjá síðan í slánna og svo var bjargað á línu eftir skalla frá honum. En á 70 mín þá breyttist leikurinn, gullSmárinn kom inn á og 4 mín seinna var hann búinn að setja mark. Síðustu mínúturnar í leiknum voru ótrúlega stressandi, svo slæmt var ástandið að Gunnsó var farinn að hafa áhyggjur af heilsu minni. En Liverpool tapaði leiknum en vann samt, það var svolítið bitter sweet en við fögnuðum samt eins og óðir væru.













Menn tóku svo mismikið á því þetta kvöld, reynslan sagði flestum að taka ekki of vel á því enda var langt ferðalag framundan á miðvikudeginum. Það kann vel að vera að það hafi verið mistök að detta ekki í það á þriðjudagskvöldinu eftir leik en ég var sáttur við þá ákvörðun á miðvikudeginum. Hópurinn kvaddi Liverpool þennan miðvikudag á Liverpool Lime station, við þurftum reyndar að borga annsi mikið fyrir lestar miðann og það fór nú ekki vel í hópinn en það fór kárlega verst í Bör Bör sem var nánast farinn að vinna á Burger King fyrir mat og miðanum til London. Í lestinni voru menn misjafnlega græjaðir. Ég var glaður með mína PSP og Gunnsó og Bör Bör sátu sáttir með ferða DVD spilarann hans Gunsó og horfðu á Borat. Bræðurnir voru ekki eins heppnir og horfðu á enskt landslag sem getur reyndar verið fallegt á köflum. Í London drápum við tímann með ferð á London aquarium sem að ég og Gunsó vorum ótrúlega sáttir við, restin af hópnum fylgdi með. Tilgangurinn fyrir ferð Bör Bör til Englands kom í ljós inni í þessu risavaxna fiskabúri. Bör Bör átti innilega stund með skötu og breyttist nafn hans á þeirri stundu í Skötugeir.


















Við átum síðan belgískar vöfflur og hlógum okkur máttlausa þegar að Fritz bað um gaffal vá hvað við hlógum mikið í þessari snilldar ferð, við hlæjum reyndar alltaf ótrúlega mikið í þessum ferðum. En núna er þetta lengsta blogg íslandssögunnar að klárast, en að lokum þá vil ég segja að þessi ferð uppyllti allar mínar kröfur fyrir utan úrslitin í leikjunum. Hópurinn var frábær og kepptust menn við að toppa hvorn annan í snilldinni. Ég mun fara aftur á næsta tímabili, jafnvel fyrr þ.e. ef að Liverpool kemst í úrslitin í meistaradeildinni þá mun ég fara til Aþenu þó að ég þurfi að fara einn. En það verður farin ferð á næsta tímabili og nú þegar eru 2 búnir að skrá sig, ég vona svo sannarlega að sem flestir úr þessum hóp komi með.