Tuesday, August 07, 2007

Af gefnu tilefni.

Ég má til með að leiðrétta þann leiðindamisskilning sem komið hefur upp hjá nokkrum lesendum þessarar síðu. Ég fór ekki á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, og ekki Singa heldur. Við litum upp í bústað til mömmu og pabba og slöppuðum af heima um helgina, fórum reyndar út að borða en ekkert stórkostlegt í gangi, allaveganna ekki þær lýsingar sem að voru í síðasta bloggi. Þessi síðasta færsla var sett inn með kaldhæðnina að leiðarljósi en ófáir einstaklingar hringdu í mig um helgina og spurðu mig að því hvernig væri í eyjum. Við þau sagði ég, þú þekkir mig greinilega ekki nógu vel og við verðum að fara hittast. Ég veit ekki hvort að er verra sú staðreynd að fólk hafi virkilega haldið að ég hafi verið að meina þetta eða sú staðreynd að ég fór ekki með Tal tjald í dalinn. Ég geri mér grein fyrir því að minn húmor skilst oft ekki en þetta er nú fáránlegt! Heldur fólk virkilega að ég mundi segja ,, Singa er búinn að henda krakkanum í pössun fram á mánudag og það verður sko djammað alla fokking helgina. " og vera að meina það? Eða að þetta ,, Fórum í ríkið áðan og versluðum helling af fokking Captain Morgan ". Ég tala nú ekki um þessa setningu ,, ég elska fokking Breezer eða Breser eins og ég kalla hann ". Já ég held að ég verði eitthvað að fara endurskoða sjálfan mig, en ég hélt bara að ég væri kominn í ágætis vísitölupakka og ætti því að vera með nokkuð skothelda ýmind út á við. Það vantar bara hundinn, ég er kominn með konu og barn, fæ reyndar hund lánaðan af og til og er meira að segja kominn á jeppa. Hvað getur maður meira gert?