Friday, October 31, 2008

Gleðistraumar...

Jákvæðni er ótrúlega vanmetið fyrirbæri, það glettilega auðvelt að vera jákvæður. Samt dettur maður af og til í ruglið. Vissulega verða alltaf erfiðleikar til staðar en það breytir því ekki að við höfum öll fullt af hlutum til að gleðjast yfir. Þetta er alltaf spurning um það hvernig fólk lítur á hlutina, alltaf spurning um viðhorf. Ekki vera að svekkja þig á tilganslausum hlutum gleðstu, frekar yfir því sem skiptir máli það er bara svo miklu betra . Læt fylgja með nokkrar myndir úr snilldar bústaðarferð á bökkum Tungufljóts hjá tengdó um síðustu helgi. Arin, heitur pottur og stjörnubjartur himinn að ógleymdum Andra Degi í essinu sínu. Þarf að segja meira?