Friday, April 20, 2007

Hvannadalshnjúkur.

Þá er vika í það að maður leggi á hæsta tind landsins Hvannadalshnjúk 2.110.m, samkvæmt nýjustu tölum. Af hverju er ég að fara? Það eru margar ástæður fyrir því, einn helst þá er ég að ögra sjálfum mér svolítið með því að takast á við áskorun sem þessa. Það er orðin ein lykilreglan hjá mér núna, vera alltaf að koma með nýjar áskoranir. Andri og Kiddi muna vel eftir því þegar að ég varð skyndilega lofthræddur á Heljarkambi, og þessi ferð á hnjúkinn á að ná úr mér mesta lofthræðsluhrollinum.