Saturday, June 09, 2007

Úrkynjun.

Já úrkynjunin er víða, ég var í sakleysi mínu að spæla mér egg og þar blasti við mér úrkynjun af verstu sort. Inni í báðum eggjunum sem ég var að spæla voru 2 rauður ekki ein og eins og venjulega er, þetta var vissulega afbrigðilegt og setti mig úr jafnvægi í þónokkurn tíma. Ég hringdi reyndar í föður minn og spurði hann út í þetta fyrirbæri, hann sagði mér að þetta gerðist af og til og að svona væri kallað tvíblóma. Kannski svipað og þegar að kona fæðir tvíbura, er það þá úrkynjun? Ég var á fótboltaleik í gær, þar sá ég einnig úrkynjun í mörgum myndum, rasistasöngvar og fleira sem best er að nefna ekki settu mig aðeins úr balance. Ég man líka eftir úrkynjun þegar að ég var í grunnskóla. Þá var leikinn leikurinn A, B eða C. D var svo jafnvel stundum bætt inn í , þessi leikur var spilaður á leikskólum bæjarins oftast að kvöldi. Þetta var í rauninni eltingaleikur en strákar eltu stelpurnar og svo öfugt. Þegar að strákur náði stelpu þá spurði hún A, B eða C? A var koss á kinn, B var koss á munninn og C stóð fyrir sleik. Strákurinn valdi síðan einn af stöfunum og stelpan varð við ósk hans um kossategund. Þessi leikur er sennilegast ennþá spilaður af krökkum í dag, þegar að ég hugsa um alla leikskóla bæjarins fulla af krökkum í sleik þar sem að allir kyssa alla þá dettur mér umsvifalaust í hug orðið úrkynjun, hvað með þig?