Tuesday, May 13, 2008

Fyrsta fótboltaæfingin.

Fyrsta fótboltaæfingin hjá Andra Degi og Grím Loga fór fram um daginn. Það dugði ekkert minna en 3000 fermetrar því að við höfðum íþróttahúsið Smárann út af fyrir okkur, við stukkum líka aðeins niður í Fífu á gervigrasið. Kristinn Logi var með Grím Loga í stífri markmannsþjálfun sem skilaði sér svo sannarlega, úthlaupin og markvarslan voru í sérflokki hjá dreng sem er ekki nema 18.mánaða. Andri Dagur var hinsvegar einbeittur bæði í skotum utan af velli og þegar að hann mætti Kidda maður á móti manni þá lá boltinn oftast í netinu og Andri Dagur hljóp fagnandi um og Grímur Logi tók þátt í fagnaðarlátunum eins og sést á meðfylgjandi myndum. Eftir þessi svakalegu átök þá var að sjálfsögðu hoppað í sturtu eða öllu heldur í balann. Þetta var fyrsta æfingin af vonandi mörgum, mér og Andra Degi fannst allaveganna alveg ótrúlega skemmtilegt að leika okkur með Logunum. Nú er bara að vona að þökurnar komi fljótlega á lóðina upp í Hálsaþingi svo að við getum farið taka leik á okkar eigin grasi. Spurningin er bara hvað á að skýra völlin í þingunum?