Friday, March 16, 2007

8 kílóa sundkappi!

Við fórum með hann Andra Dag í vigtun og mælingu
á þriðjudaginn síðasta, og hann var langt yfir kúrfunni
sinni. Hann vó tæp átta kíló, eða 7.930.gr og var 65,5 cm.
Til að setja þetta í samhengi þá var hann 3.850.gr og 52,5
cm þegar hann fæddist 7 des, þannig að hann er búinn að
tvöfalda þyngd sína og stækka um 13 cm á rúmum 3 mánuðum.
Þetta er svona svipað og að ég væri orðinn tæp 200 kg og 213
cm á hæð í júní, ýmindið ykkur það! En að öðru, við erum byrjuð
í ungbarnasundi og það gengur bara mjög vel. Andri fer í kaf og
er smá saman að ná því að standa! Kristinn Logi og Grímur Logi
eru líka með okkur í gleðinni, og vonandi mun Andra ganga jafn
vel í sundinu og Grím Loga og Stein Loga en þeir fá oftast hæstu
einkunnirnar í sundbekknum þessa daganna...