Tuesday, July 08, 2008

Útilegufólkið.

Við höfum svo sannarlega náð að nýta þetta sumar, búin að fara upp í bústað og erum búin að fara í 2 æðislegar útilegur. Fyrst fórum við á Þórisstaði í Svínadal og svo fórum við í 365 útilegu í Húsafelli um síðustu helgi. Veðrið hefur verið geðveikt í bæði skiptin ekkert nema sól og blíða, en það toppar fátt Húsafell. Þar voru 22.gráður í forsælu og ég man eiginlega ekki eftir því að hafa verið í svona blíðu á Íslandi. Held að það hafi síðast gerst í Þórsmörk um árið þegar að við vinirnir vorum í skotapilsum en Viggi og Sösi voru reyndar á typpinu mikinn part af helginni.
Sumarið er að verða annsi vel planað. Á föstudaginn þá erum við að fara fljúga til Þýskalands og við verðum hjá Aldísi systir í Lúx. Förum líka til Frakklands, ætlum að skella okkur í Disneyland Paris. Kata og Hinrik koma með og svo hittum við Elvu systir úti. Já ég á 4 systur fyrir ykkur sem eruð búin að þekkja mig lengi en vissuð það ekki.
Eftir þessa ferð þá förum við í brúðkaup hjá Bjössa og Boggu, svo er komið að Verslunarmannahelginni. Eftir það þá förum við í bústað í Kjarnaskógi með Kidda, Söru og Grím Loga. Í lok september förum við svo í 2 vikur til Tenerife, ég er bara mjög ánægður með þessi plön. Það sést kannski best á blogginu að það er mikið að gera, enda lítið um blogg.
Hérna eru allaveganna myndir úr þessum 2 úilegum...