Tuesday, September 04, 2007

Ég kann að tapa!

Ég tapaði veðmálinu fyrir Sigrúnu, komst ekki niður í 100.kg fyrir mánaðarmót. Endaði í 102.kg eftir detox og stífar æfingar. En ég kann að tapa og bauð Sigrúnu út að borða og á Noruh Jones sem svona by the way var alveg ótrúlega góð. Ég tapaði líka um daginn fyrir henni Söru Hlín. Hún er alltaf að rembast við að hrósa mér fyrir eldamennsku en á mikið hrós skilið fyrir réttina sem hún töfrar upp úr kokkabókunum sínum. Við buðum Söru Kidda og Grím í mat um daginn og ég henti í ofninn soya pylsum og bollum. Sauð svo hýðishrísgrjón og var með lífrænt salat með. Mest allt tilbúnar vörur úr Maður lifandi sem þurfti eingöngu hita upp. Svo var eftirrétturinn eitthvað soya sull. Þessi lífræna matvara kostaði mig litlar 4.700.kr. Ef að ég væri alltaf að versla í Maður Lifandi eða öðrum eins búðum þá væri matarreikningurinn sennilega um 200.000.kr á mánuði. Sara sigrar mig alltaf með sínum mögnuðu eftirréttum, ég bíð upp á ísblóm en Sara bíður upp á 4 laga súkkulaði og karamellubombu sem búið að leggja svo mikla vinnu í að konditor meistari ríksins yrði stoltur. En það er ekki nóg heldur eldar hún af mikilli kostgæfni gómsæta rétti sem hún eldar frá grunni. Hún bauð upp á dýrindis pottrétt með kjúklingabaunum karrý og eplasafa ásamt mörgu öðru. Það er bara svo mikið betra en svona tilbúið sull. Nú mun ég taka mér Söru til fyrirmyndar og fara að elda mat frá grunni, ekki endalaust þessi tilbúna neysluvara fyrir heilalausa neytandann. Ég hef það reyndar mér til varnar í mínu matarboðstilfelli að Kiddi hringdi í mig sama dag og bað mig að vera með matarboð, og það var ekki í fyrsta skipti. Ekki miskilja mig, það er æðislegt þegar að Kiddi hringir og segir " hvað á að gera í kvöld? værirðu ekki bara til í að fá mig Söru og Grím í mat" . Það er svosem alveg eðlilegt að Kiddi hringi og spyrji mig hvort að þau megi koma í mat það kvöldið. Því að allt of oft gerist það við bjóðum þeim í mat og þá komast þau ekki vegna anna! Þau hjónin eru jú vissulega mjög upptekin við lækningar, flug, börn, húsbyggingu og að rækta sjálf sig og sambandið. Þeir sem halda því fram að ég kunni ekki að tapa geta étið sokkinn sinn því að ég kann sko alveg þá kúnst, þessi bloggfærsla sýnir það. Blikarnir töpuðu fyrir Fh bikarnum, gaflararnir voru svo sem vel að sigrinum komnir en það breytir því ekki að dómaratríoið stóð sig hrikalega illa og Garðar Örn Hinriksson eða húsflugan eins og hann er kallaður fær ekki háa einkunn frekar en fyrri daginn. Ég tapa líka í bloggheiminum, mitt blogg er leiðinlegt og bliknar við hliðan á mínum uppáhaldsbloggara , Lyga sela. Þar eru oft ótrúlega skemmtilega skrifaðar pælingar.... http://lygi.blog.is/blog/lygi/