Friday, January 18, 2008

Erlendis.

Liverpool og aftur Liverpool í bókstaflegri merkingu. Eins og frægt er orðið þá erum ég og Sigrún að fara til Liverpool í rómantíska helgarferð um næstu mánaðarmót. Þar munum við gista Radisson SAS og njóta lífsins. Liverpool og leikmenn fyrrverandi og núverandi munu taka vel á móti okkur með 3 rétta máltíð og skemmtilegum sögum. Þetta er semsagt helgarferð með rómantísku fótboltaývafi og okkur hlakkar mikið til!

Svo er Sigrún byrjuð að vinna hjá Hjartavernd og þar duttum við í lukkupottinn, því að Hjartavernd ætlar að bjóða starfsfólki sínu til Berlínar í Mars. Makar koma með og borga lítið fyrir! Berlín er víst tær snilld, og þetta verður mjög skemmtileg ferð, ég bara veit það!
En rúsínan í pylsuendandum er sú að mér áskotnuðust miðar á Lvierpool - Aston Villa sem að fer fram á Anfield mánudagskvöldið 21.jan klukkan 20:00. Ég og Siggi vinnufélagi minn erum að fara enda leggjum við það í vana okkar að fara reglulega saman í ferðir. Við gengum saman á Hvannadalshnjúk í apríl og núna förum við til Liverpool. En að sjálfsögðu er ekki hægt að fara á Anfield nema að taka Friðjón með, við erum með 4 Carlsberg miða í höndunum og þetta er góður hópur sem mun skemmta sér vel saman.
Þetta eru semsagt 3 ferðir á 2 mánuðum og þykir sumum nóg um. En ég segi nú bara ,, hey live a little´´

Góðar stundir!