Monday, August 27, 2007

Detox...

Jæja þá er þetta allt að gerast, hlunkurinn er kominn á flug. Fór í morgun og heilsaði upp á nýja þjálfaran í Nautilus. Hann er sjötugur, en hann er engu að síður undir 100.kg. Ég var hinsvegar 105,4 í morgun. Þetta lítur ekki vel út hjá mér, veðmálið hjá mér og Singu gekk út það hvort ég mundi ná því að fara undir 100.kg fyrir mánaðarmót, það er annsi tæpt. En við skulum nú samt sjá til á mánudaginn eftir viku. Horfði á Liverpool leik um helgina, að sjálfsögðu. Það var reyndar eitt öðruvísi í þetta skipti. Ég var ekki í sófanum eða Lazy boy heima, ég var í ræktinni. Hljóp yfir fyrri hálfleik gerði magaæfingar og lyfti lóðum í hálfleik og hljóp svo aftur yfir seinni hálfleiknum. Endaði á því að leggja tæpa 12.km af velli. Svo byrjaði formlega hreinsunarvikan í dag. Núna verður ekki innbyrgt neitt úr dýraríkinu, engar mjólkurvörur, ekkert áfengi, ekkert nikótín og ekkert salt og engin sykur. Eingöngu lífrænar vörur frá Biotta, herbal te og hörfræ. Var einmitt að skella á hana Jónínu Ben hún býður upp á detox ferðir til Gdansk í Póllandi. Þar er boðið upp á ristilhreinsun og margt fleira hressandi. Endilega kíkið á http://www.detox.is/. Læt svo fylgja eina 125.kg mynd með, fæ bara ekki leið á henni!